Sýnir færslur með efnisorðinu afsökunarbeiðni. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu afsökunarbeiðni. Sýna allar færslur

20 september, 2019

Ég biðst afsökunar, áður en ...

Þorrablót Skálholtssóknar 1995: PMS
Ég veit ekki hvað ég var að hugsa.
Eina afsökunin sem ég hef fyrir þessu athæfi er dómgreindarskortur. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig mér datt í huga að gera svo lítið úr konum. Það er ekki einusinni hægt að halda því fram, að ég hafi geislað af kvenlegri fegurð eða kynþokka. Nei, þarna lítilsvirti ég konur og biðst afsökunar, í samræmi við það sem telst við hæfi á þessum síðustu tímum. Það sama má reyndar segja um marga aðra sem hafa freistað þess að búa til útgáfu af sjálfu (lesist: sjálfri eða sjálfum) sér við sambærilegar aðstæður, eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Ég get þó þakkað almættinu fyrir, að ég skyldi ekki einhverntíma hafa málað mig svartan í framan á þorrablótum fortíðarinnar.
Auðvitað verðum við ávallt að hafa í huga, að það sem við gerum í dag, mun án efa verða notað gegn okkur í framtíðinni, ef það telst þá þess eðlis að geta sært eitthvað (lesist: einhvern eða enhverja) eða gert lítið úr einhverju (lesist: einhverri eða einhverjum).

Ráð mitt til okkar allra er þetta:
Ekki gera neitt
sérstaklega ef fræðilegur möguleiki er á því að það snerti einhvern viðkvæman streng hjá einhverju (lesist: einhverri eða einhverjum) einhverntíma. Hvaða rétt höfum við svo sem til að reyna að kalla fram hlátur í einhverjum hópi, ef það er á kostnað einhvers?

Þú áttir að hugsa út í þetta, kanadíski forsætisráðherra. Þú ert greinilega óhæfur til að gegna þessu embætti, í ljósi þess sem þú gerðir.


Þorrablót Skálholtssóknar 1991: Renata og Óskar (mynd: ÁS)


Þorrablót Skálholtssóknar 1991: Gústaf, Gunnlaugur og Jakob (mynd ÁS)


Þorrablót Skálholtssóknar 1971 - ekki viss á öllum nöfnum, en frá hægri: Gunnlaugur, Ingólfur, Björn. Vantar þann sem lengst er til vinstri þó ég kannist við svipinn. (Mynd: ES)

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...