Sýnir færslur með efnisorðinu selja Laugarás. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu selja Laugarás. Sýna allar færslur

09 júlí, 2018

Nú stendur til að kanna þann möguleika, .....

Hvítárbrú hjá Iðu
.... að byggja hjúkrunarheimili í Uppsveitum Árnessýslu.
Frétt á Bylgjunni

Að hluta til fagna ég því auðvitað, að enn fer af stað umræða um að byggja hjúkrunarheimili í Uppsveitum; hjúkrunarheimili sem ætti að vera komið hér fyrir löngu.

Að öðrum hluta til lít ég þessa frétt sem enn eina umræðuna sem fær að renna út í sandinn. 

Mér finnst það gott framtak hjá Hrunamönnum að setja þessa umræðu af stað, þessu sinni. Þeir hyggjast ræða við hin sveitarfélögin um málið og vona að það náist samstaða um þetta verkefni. Það má vera orðin mikil breyting á ef slík samstaða á að nást, einfaldlega vegna þessa að allir hrepparnir eiga besta staðinn fyrir hjúkrunarheimili. Þannig er það bara.

Ég bendi, eins og oft áður, á þann samnefnara sem uppsveitahrepparnir eiga, en það er jörðin Laugarás.  Fyrir utan það, auðvitað að Laugarás er sá staður í uppsveitum sem er næst miðjunni, þá er þar heilsugæslustöð sem mikilvægt er að styrkja af öllum mætti.

Það hefur verið þannig og er enn, að þegar umræða í uppsveitunum beinist að Laugarási, eru sveitarstjórnir og reyndar íbúar hreppanna, utan Laugaráss, fljótir að fara í vörn, einfaldlega vegna óttans við að fari eitthvað í Laugarás af þeim verkefnum sem sinna þarf í uppsveitunum, sé það jafnframt tap allra hreppanna.  Vegna þess að allir vilja opinbera þjónustu til sín, fær enginn neitt. 
Svo einfalt er það nú. 

Jæja, ég er búinn að skrifa mig bláan í framan á þessum miðli mínum um þá skoðun mína, að eðlilegasti samnefnarinn í þessu sé Laugarás. Ég var búinn að ákveða að hætta að skipta mér af þessu máli og sú ákvörðun stendur enn. 

Þumbist hrepparnir enn við varðandi hjúkrunarheimili í Laugarási, tel ég eðlilegast að þeir selji jörðina.  Eignarhald þeirra á henni skaðar framþróun byggðar í Laugarási verulega. Ágætur Skeiðamaður sagði við mig að Laugarás hefði borið mikinn skaða af þessu eignarhaldi. Nú þegar Laugaráslæknishérað er ekki lengur til, er ekki lengur ástæða til þessa sameiginlega eignarhalds hreppanna á jörðinni.
Svona gengur þetta ekki áfram, að því er ég tel.
Og hananú.

Þetta er hlekkur þar sem finna má þau tilvik sem ég hef notað orðið hjúkrunarheimili undanfarin allmörg ár.




Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...