Sýnir færslur með efnisorðinu kirkjuklukka. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu kirkjuklukka. Sýna allar færslur

06 nóvember, 2019

Skálholt: Hvað með klukkuna?

Svona hefst umfjöllun í mogganum 23. júlí, um atvik það sem varð við upphaf hátíðarmessu á Skálholtshátíð 2002:
KIRKJUKLUKKA í Skálholtskirkju féll niður og brotnaði við upphaf hátíðarmessu í lok Skálholtshátíðar um miðjan síðasta sunnudag. Þrír boltar sem héldu klukkunni uppi gáfu sig og heyrðist mikill dynkur þegar klukkan, sem mun vera um 400 kg að þyngd, féll niður á gólf. Hátt á þriðja hundrað kirkjugesta var í kirkjunni og mun þeim hafa brugðið við dynkinn.
 Ég var þarna staddur, maður með hlutverk. Þegar verið var að hringja síðustu hringinguna, kvað skyndilega við mikill dynkur og maður gat alveg eins átt von á að það sem honum olli, kæmi hreinlega niður í gegnum loft kirkjunnar, en svo varð auðvitað ekki. Messan hófst og henni lauk.

Þarna hafði þessi klukka fallið eftir að boltar sem héldu henni höfðu gefið sig. Guttormur Bjarnason, meðhjálpari við messuna, að mig minnir, sagði í samtali við blaðamanninn:  "þegar hafi verið haft samband við fyrirtæki sem taka að sér að gera við slíkar klukkur og að ljóst er að gert verði við klukkuna.
Síðan eru liðin 17 ár og enn liggur klukkan þarna uppi í turni og bíður þess sem verða vill.

Nú er það svo að þessi klukka verður ekki flutt bara si svona niður úr turninum eins og hver maður getur ímyndað sér. Eina færa leiðin virðist vera, að fjarlægja hana með því að gera op á turninn og hífa hana niður með einhverju öflugu tæki. Síðan þarf að gera við hana, nú eða útvega nýja og hífa hana síðan inn í gegnum gatið áður en því verður lokað.  Ég skil vel að þetta hafi vafist fyrir fólki, enda staðnum  þröngur stakkur skorinn fjárhagslega
.
Auðvitað er hægt að ákveða bara að láta klukkuna liggja þarna áfram um ókomin ár, en í ljósi þess að þarna er um að ræða dómkirkjuna í Skálholti, finnst mér það ekki ásættanleg niðurstaða. Næst þegar ráðist verður í viðhalda á kirkjunni, sem kallar á aðkomu stórra krana, eins og t.d. þegar farið verður í að gera við þakið (svo tenórar Skálholtskórsins þurfi ekki að syngja undir regnhlíf í rigningartíð), ætti að leysa klukkumálið.  Um þetta þarf væntanlega að gera verkáætlun af einhverju tagi.

Þakið, eins veglegt og það nú er eða var, er farið að láta mjög á sjá og ég veit að fyrirhugað er, innan tiltölulega skamms tíma, að koma því í stand. Þá er upplagt að slá þar tvær flugur í einu höggi - jafnvel fleiri, enda löngu orðin þörf á að uppfæra og endurnýja þann búnað sem í klukkusalnum er.



Svo þarf að mála kirkjuna að utan og innan, síðan þarf að laga tröppurnar, og þá þarf að  ........

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...