Sýnir færslur með efnisorðinu myndir Ragnheiðar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu myndir Ragnheiðar. Sýna allar færslur

08 maí, 2019

Spjaldaður (997)

Það hefur æxlast þannig, að ég lendi oftar en ekki bak við myndavélar. Frá þessu átti sér stað umtalsverð breyting þar sem tríóið: ég, fD og fR lögðum leið okkar til Kúbu og Kanada í fyrri hluta marsmánaðar. Auðvitað tók ég aragrúa af myndum, en þarna varð sú breyting á að fR hafði tekið með sér forláta spjaldtölvu og myndaði af miklum móð, þar á meðal mig, alls óvanan slíkri meðferð.
Það sem meira er þá tók hún sig til fyrir skömmu og sendi mér afraksturinn, að því er mig varðaði.

Auðvitað eru myndirnar ágætar, í sjálfu sér, eins og vænta mátti, en mér fannst samt eitthvað ekki vera eins og ég hafði séð það fyrir mér. Þetta eitthvað er ég sjálfur. 
Það er ljóst, að ég verða að fara að venja mig við þá hugsun um eða sýn á sjálfan mig, að ég er ekki sá sem ég er, þar sem ég birtist á ljósmyndum, sem ég hef ekki sjálfur tekið og unnið úr.

Hvað um það, þegar svona tækifæri kemur upp í hendurnar á manni þá er ekki um annað að ræða en gera eitthvað úr því. Því birti ég hér fyrir neðan umræddar myndir, sem ég hef aðeins sett mín fingraför á. Í þeim birtist sú manneskja sem ég er, víst.

Fyrsta mynd: Indælt morgunverðarborð í Casilda.


Önnur mynd: Sama borð þar sem tríóið er saman komið.


Þriðja mynd: Sama borð, annar tími. Ég hef reyndar ekki reykt árum saman, sem samt....


Fjórða mynd: Havana í 1948 árgerð, þar sem mér var ætla að spjalla við bílstjórann af þekkingu um bifreiðina.


Fimmta mynd: Kirkja í Vinales. Maður fer inn í kirkjur þar sem þær eru. Já, það eru kirkjur á Kúbu.


Sjötta mynd: Endurmenntun í reykingum. Maður sleppir því ekki að prófa ekta Kúbuvindla.


Sjöunda mynd: Mávarnir við Niagarafossana voru harla vanir túristagerinu.


Áttunda mynd: Á Front Street í Toronto, fyrir framan Glenn Gould Studíóið situr sjálfur Glenn Gould á bekk. Glenn Gould (1932 - 1982) var kanadískur píanóleikari og einn þekktasti og virtasti píanóleikari 20. aldar. Hann var dáður fyrir túlkun sína á verkum J.S. Bach.


Þá höfum við það gott fólk. 
Nú þekki ég sjálfan mig betur og líklegast þið einnig. 











Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...