Sýnir færslur með efnisorðinu rjúpusúpa. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu rjúpusúpa. Sýna allar færslur

28 desember, 2018

Enginn veit sína ævina...... (VARÚÐ)

Líf mannsins býður upp á ótal möguleika, svo marga að enginn mun nokkurntíma geta fullnýtt allt það sem hann gæti mögulega gert. Svo undarlegt sem það kann að hljóma, þá gildir það sama um mig og aðra menn. (KELM).
Stundum gerist eitthvað í lífi manns, sem maður hefur gengið út frá að aldrei muni gerast, annaðhvort vegna eigin ákvörðunar þar um, eða þá að það telst ekki svo eftirsóknarvert að maður sé tilbúinn að leggja sig eftir því.

Það hefur ekki hvarflað að mér, eitt augnablik að ganga á fjöll til að skjóta rjúpur. Rjúpur hafði ég talið til þess sem ég, á minni ævi, myndi aldrei leggja mér til munns. Nú hefur sannast, hið fornkveðna, að aldrei skyldi maður segja aldrei.

Með jólagestunum komu í Kvistholt 5 gaddfreðnar rjúpur ásamt fyrirheiti um að úr bringum þeirra skyldi búinn til forrétturinn "grafin rjúpa" og úr afganginum "rjúpusúpa".

Þessar rjúpur urðu fyrir skotum vísindamanna, sem eru að rannsaka m.a. sveiflur í rjúpustofninum - hvort t.d. þar geti sníkjudýr komið við sögu. Þátttakandi í skotveiðinni var sníkjudýrafræðingur Kvisthyltinga, sem að sýnatökum loknum, sat upp með 5 frosnar rjúpur, því eðlilega stunda vísindamenn ekki matarsóun.

Í dag eru þessir fiðruðu fjallagarpar hamflettir og ætilegir hlutar þeirra búnir undir gröft og súpugerð.
Ég veit ekki hvað mér á svo sem að finnast um þetta, en mér sýnist fD vera í essinu sínu gagnvart tilstandinu; líkir því helst við það þegar hún lendir í að hreinsa úr niðurfallinu í sturtunni, ef það skýrir eitthvað.

Grafin rjúpa mun vera nokkuð þekktur réttur og ég verð að segja, þar sem um er að ræða villibráð, sem er grafin og  kallast þar með væntanlega "carpaccio", sem hvorttveggja þykir frekar fínt í heimi matargerðarlistar, að ég hlakka allavega til að smakka - nálgast þetta allt með opnum huga, meðvitaður um, að það var ekki ég sem drap "eina sem var upp til fjalla, yli húsa fjær". Aðrir sáu um það verk, í þágu góðs málstaðar. Best að hugsa sem svo, að þessar rjúpur létu ekki lífið til einskis.

Svona kemst þekktur matarbloggari að orði um tiltekna rjúpusúpu:


Svo sem eðlilegt er, telst íslenskan ekki búa yfir viðeigandi orðfæri til að lýsa þessari dásemd - nú eða þá að bloggarinn er að sýna lesendum hve gott vald hann hefur á enskum orðatiltækjum.

Ég vona í það minnsta að rjúpusúpan sem ég fæ að smakka muni verða handan alls sem hægt er að búast við hér á jörð.

Svo bæti ég við einni náttúrumynd til viðbótar - ekki reyna að halda því fram að ég hafi ekki varað þig við, lesandi góður).



Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...