Það var vissulega heilmargt áhugavert þarna á svæðinu í kringum Reykjanesvita, en að því kom að ferðinn var framhaldið og nú í austurátt, upp hælinn og að hásininni. Ekki hafði fundist neitt sérstakt á leiðinni milli Reykjanesvita og Grindavíkur, nema fyrirbæri sem kallast Brimketill. Þangað lá leiðin, eins og við mátti búast. Heppni okkar með veðrið þennan dag mátti einnig kalla hina mestu óheppni, því hafið lék ekki beinlínis listir sínar fyrir okkur.
Brimketill er sérkennileg laug í hrauninu í Staðarbergi, milli Grindavíkur og Reykjanesvita. Gerður hefur verið stígur yfir hraunið ásamt útsýnispalli þar sem laugin blasir við. Magnús Hlynur (MHH) gerði
frétt um feðga sem lögðust til sunds í Brimkatli árið 2020. Ég reikna með, að þar með vitið þið sem þetta lesið, allt um þennan skemmtilega ketil, sem sýndi okkur svo sem ekkert sérstakt. það var nú samt gaman að koma þarna og virða klettótta ströndina fyrir okkur. Enn blasti
Eldey við í fjarska.
 |
Brimketill |
 |
Vestan við Brimketil |
 |
Austan við Brimketil |
 |
Ströndin austur af Brimkatli. |
 |
Eldey blasir við hvar sem maður fer um Reykjanesið. |
 |
Franskur ferðamaður stillir sér upp til myndatöku í svörtum klettum. |
 |
Til gamans - og helstu staðir sem við komum á, í þessari ferð um vestasta hluta Reykjaness. |
ENDIR