Sýnir færslur með efnisorðinu When I'm 64. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu When I'm 64. Sýna allar færslur

30 desember, 2017

Beðið eftir degi

Ég verð nú bara að fjalla um eitt fjölmargra perla sem Bítlarnir sendu frá sér á sínum tíma. Það var á þeim árum sem ég og jafnaldrarnir vorum að braska við að komast í gegnum táningsárin. 
Nafni minn, McCartney, mun hafa samið lagið þegar hann var 16 ára og þá væntanlega 1958,  en lagið  var ekki gefið út fyrr en á plötunni Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band 1967.   Sagt er að félagarnir hafi fram til þess tíma gripið til þess á tónleikum þegar magnarar biluðu eða rafmagnið fór af.
Þá er ástæðan fyrir því að lagið lenti á einmitt Sgt. Peppers hafa verið sú, að pabbi McCartney's hafi einmitt náð þessum fína aldri fyrr á árinu 1966, en lagið var tekið upp þann 6. desember það ár.

Hvað um það. Það er mér mjög í minni hve oft mér varð hugsað til þess þá, hvernig ástandið yrði hjá mér þegar ég yrði orðin svo ógnar gamall og þarna er fjallað um. Jafnvel hvort mér myndi takast að lifa svo lengi. 

Hér er umrætt lag í flutningi höfundar:


Textanum er beint til kærustu söngvarans og í honum veltir hann fyrir sér hvernig ævi þeirra saman muni geta orðið.  



When I get older losing my hair
Many years from now
Will you still be sending me a Valentine
Birthday greetings bottle of wine
Þarna er talað um að missa hárið. Það hafa margir misst meira hár en ég.
If I'd been out till quarter to three
Would you lock the door
Will you still need me, will you still feed me
When I'm sixty-four
Ég hef aldrei lent í því að fD hafi læst mig úti, eða að ég hafi stundað pöbbana mikið fram á rauða nótt.
You'll be older too
And if you say the word
I could stay with you
Þetta er kannski kjarni málsins: við erum saman í því að bæta á okkur árum, einu af öðru.
I could be handy, mending a fuse
When your lights have gone
You can knit a sweater by the fireside
Sunday mornings go for a ride
Doing the garden, digging the weeds
Who could ask for more
Skipta um öryggi, fara í sunnudagsbíltúra, vinna í garðinum og reyta arfa. Hver getur beðið um meira, svo sem.
Will you still need me, will you still feed me
When I'm sixty-four
Auðvitað er það alltaf huglægt hvað það er að þarfnast einhvers, en það er engin spurning þegar kemur að því að fá mat á diskinn.
Every summer we can rent a cottage
In the Isle of Wight, if it's not too dear
We shall scrimp and save
Grandchildren on your knee
Vera, Chuck and Dave
Þetta erindi mun hafa verið samið og sett inn þegar ákveðið var að lagið yrði gefið út, enda varla pælingar 16 ára unglings.
Send me a postcard, drop me a line
Stating point of view
Indicate precisely what you mean to say
Yours sincerely, wasting away
Þarna kemur fram að kærastan er stödd annarsstaðar. Engin sms, snapchat eða Fb-skilaboð, eða hvað þetta heitir nú allt.  Pilturinn vill að hún sendi póstkort til að láta hann vita hvaða skoðanir hún hefur á þessum vangaveltum hans, Hann er greinilega ekki alveg viss með þetta samband, þar sem hann segist vera að koðna niður, mögulega vegna þess að hún hefur ekki haft samband.
Give me your answer, fill in a form
Mine for evermore
Will you still need me, will you still feed me
When I'm sixty-four
Svaraðu mér, fylltu út eyðublaðið, mín að eilífu. Varla á stúlkan að fylla út eyðublað - líklegara að um sé að ræða umrætt póstkort, þar sem ákveðið svæði er ætlað til ritunar skilaboða.
-----------

Jæja. loksins er þessi dagur upp runninn og ég hef ekki hugmynd um hvort ég er sá, í dag, sem ég sá fyrir mér fyrir hálfri öld. Ég þykist samt viss um að ég er ekki það hrörlega gamalmenni, sem líklegt er að ég hafi reiknað mér þá.  Mér finnst ég enn vera að byrja eitthvað nýtt. Þó hárum hafi fækkað og önnur ytri einkenni gefi talsverðan þroska til kynna, býr allt annað og yngra hið innra.

Ég skelli hér einnig inn flutningi Bítlanna á þessu áhugaverða lagi eins og það var í uppunalegri útgáfu:




Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...