Sýnir færslur með efnisorðinu Svínaflói. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Svínaflói. Sýna allar færslur

28 mars, 2019

Kúba: ljós á sögu, Bahía de Cochinos, hraðsólbað, ríkis...

Leiðin frá Casilda að Svínaflóa (Google maps)
Leiðin til Havana, sem er við norðurströndina, var svo sem ekki tíðindamikil, en því mikilvægar til upprifjunar á sögunni, umþenkinga um og upprifjun á því sem ég vissi fyrir og fékk að vita til viðbótar.

Svínaflói (Bahía de Cochinos)

Leið okkar lá með Svínaflóa, sem allir sem komnir eru til vits og ára eiga nú að kannast við. Guðni fararstjóri fjallaði um þá sögulegu viðburði sem þar áttu sér stað í apríl 1961, Svínaflóaárásina. Það kemur fyrir að fD vill halda því fram, að athyglisbrestur hrjái mig, sem auðvitað er ekki raunin, heldur er skýringuna á því að ég missi stundum af einhverju sem sagt er, vegna þess að hugurinn reikar víða.  Þarna, sem sagt fjallaði Guðni um Svínaflóaárásina sem Che hafði stýrt. Nú vissi ég auðvitað að Che Guevara stýrði ekki þessari árás, en lét gott heita. Spurði Guðna þó nánar út í þetta síðar í ferðinni og varð mér þar með til nokkurrar minnkunar. Í umfjöllun sinni hafði Guðni nefnilega greint frá því að CIA hafi staðið að árásinni, en ekki Che. Hljóðkerfi rútunnar er um að kenna að ég heyrði, ranglega auðvitað, CHE. Það má alveg halda því fram að framburðurinn sé ekki ólíkur.
Sigur við Svínaflóa (mynd af vef  telesur)
Það var allavega CIA sem stóð að baki þessari árás. Helsta skotmarkið var Playa Girón, um 200 km frá höfupborginni, þangað sem fyrsti leggur ferðar okkar lá til þennan dag.

Ég læt hér fylgja stutta umfjöllun um innrásina af vef  BBC, en þarna má lesa enn meira um hana og reyndar út um allt internetið, enda byltingin á Kúbu einn að stóru atburðunum á 20. öld.:
Shortly before midnight on 16 April 1961, a group of some 1,500 Cuban exiles trained and financed by the CIA launched an ill-fated invasion of Cuba from the sea in the Bay of Pigs.
The plan was to overthrow Fidel Castro and his revolution.
Instead, it turned into a humiliating defeat which pushed Cuba firmly into the arms of the Soviet Union and has soured US-Cuban relations to this day.
The Bay of Pigs is a large isolated inlet on Cuba's southern coast.
There is little here apart from mosquitoes and a crocodile-infested swamp.
The beach at Playa Giron, a village with a small airstrip at the mouth of the Bay of Pigs, was the invaders' primary target. (To this day, it is referred to in Cuba as the Playa Giron invasion.)
A simultaneous landing was planned near the village of Playa Larga, 35km away at the far end of the bay. 
(vefur BBC: https://www.bbc.com/news/world-latin-america-13066561)
Ég gæti vísast varpað hér inn miklu af efni um Svínaflóaárásina hér, en læt ykkur, lesendur góðir um að finna bara út úr því öllu saman sjálf, ef áhugi ykkar stendur til þess. Ég ætla hinsvegar að fjalla lítillega um Playa Girón í öðru samhengi, nefnilega sem viðkomustað hóps Kúbuferða sem kom við á leið til Havana.


Þarna á Playa Girón var afgirt svæði við ströndina. Þar beið okkar hádegisverður á ríkisreknum veitingastað, bara í góðu lagi, sólbað um stund á ströndinni þar sem innrásarher CIA hafði verið á ferð fyrir 58 árum, en verið gjörsigraður á þrem dögum af Castró og liðsmönnum hans.

Þetta var svæði þar sem allt var innifalið, stöndin og drykkir að vild (Cuba libre,Sex on the Beach og hvaðeina) og matur væntanlega einnig fyrir þá sem hann vildu. Ekki varð annað ráðið af biðröðinni við strandbarinn en að samkeppni væri nokkur í hópi okkar Íslendinganna milli sólbaða og barferða.
Verst hvað glösin voru lítil, en ströndin falleg.

Þetta var hressandi og ágæt um tveggja tíma áning á fögrum stað við Karíbahafið.
Svínaflói sýnist ekki stór á korti, en reynist bara engin smásmíði.

Svo var brunað til Havana.

Kortið enn. Græna, brotna lína sýnir í stórum dráttum leiðna frá Casilda til Havana
Framundan voru 4 nætur í Havana þar sem ýmislegt átt eftir að gerast. Í sannleika sagt liggur við að mér fallist hendur í þessu verkefni sem ég hef hér tekið mér fyrir hendur, þegar við  mér blasir  allt það sem enn er ósagt um þessa Kúbuferð. Ég  hugsa að ég verði bara að bíta á jaxlinn og reyna að flokka þetta einhvernveginn og nota síðan bara forgangsröð.
Það var ekið inn í Havana síðdegis. Mér fannst innreið okkar í þessa merku borg sérstöð að því leyti, aðþað var ekið ofan í göng undir Canal de Entrada og við hin enda ganganna vorum við bara allt í einu komin inn í borgina.
Þar með vorum við komin í næsta ævintýri þessarar góðu ferðar.




Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...