Fann ekki upplýsingar um höfund myndarinnar |
Það sem hér fylgir eru bara mínar pælingar um Litla-Bergþór, og ég einn ber ábyrgð á þeim.
Ég er nú búinn að sitja í nokkur ár þessu sinni, en var einnig um tíma í ritnefndinni á upphafsárum útgáfunnar
Mér stendur hreint ekki á sama um þetta blað og vil gjarnan sjá útgáfu þess haldið áfram með einhverjum hætti.
Það hefur reynslan kennt okkur, sem lifað höfum einhverja áratugi, að allt er breytingum háð. Það sem var sjálfsagt, og jafnvel „hipp og kúl“ í gær, þykir heldur klént í dag og stefnir í að verða fornleifar á morgun. Svo hraðar eru breytingarnar sem við lifum í kringum mót 20. og 21. aldar.
Það má jafnvel halda því fram, að breytingarnar séu hraðari en mannskepnan ræður við með góðu móti. Við erum ekki fyrr búin að venja okkur við eitthvað, en eitthvað annað er komið í staðinn, sem er auðveldara, skemmtilegra og jafnvel betra. Jafnvel betra, já.
Svo er það auðvitað með okkur mennina eins og allar venjurnar, hlutina, smekkinn eða svo sem allt, hverju nafni sem nefnist, að við erum háð tímanum, sem leiðir okkur áfram, mínútu eftir mínútu, klukkustund eftir klukkustund, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, öld eftir öld. Við eigum okkar blómatíma í tilverunni og hverfum síðan smám saman og breytumst í sögu. Í stað okkar koma aðrir menn, aðrir siðir, annarskonar smekkur.
Svona er þetta bara. Það eina sem við þurfum í rauninni að passa okkur á er að verða ekki að nátttröllum. Til að forðast það er tvennt í stöðunni: að láta okkur hverfa áður en svo verður, eða taka slaginn með nýjum hætti.
Ritnefnd Litla Bergþórs hittist á fund í gær. Fyrst vorum við þrjú, en síðan tvö.
Litli Bergþór, blað Ungmennafélags Biskupstungna er arftaki
Bergþórs (í Bláfelli). Eftir að útgáfu Bergþórs var hætt varð langt hlé allt þar til í
mars 1980, að upp reis Litli Bergþór úr duftinu og var þá í höndum Gríms
Bjarndal, ritstjóra, Sigríðar
Björnsdóttur, fréttamanns, Sólveigar Róbertsdóttur, prófarkalesara og vélritara
og Sigrúnar Maríu Þórisdóttur, sem gerði káputeikningu. Fyrsta tölublaðinu var
dreift lesendum að kostnaðarlausu en síðan var hægt að fara í áskrift.
Það eru á þessu ári 37 ár síðan Litli Bergþór hóf göngu
sína.
Fyrsta ritstjórnargreinin var svohljóðandi:
Í GAMNI OG ALVÖRU Einu sinni var ritnefnd og afrek hannar eru elstu Tungnamönnum kunn, þvi hún gaf út blað er nefnt var Bergþór, eftir karli rniklum er bjó i Bláfelli.
Nú er öldin önnur.
Ritnefnd er að visu til, en hver hún er og hvar hún er, vita sjálfsagt fáir. Það dettur engum í hug að vekja Bergþór i Bláfelli til lifsins, en ég er sannfærður um, að til eru þeir sem hafa hug á að hefja á ný útgáfu Bergþórs. En hinir frómustu menn segja þaö jafnerfitt verk að vekja ritnefnd til dáða og aö særa fram draug. Fleiri nefndir eru brenndar sama brennimerki og ritnefnd. Nálega eitt ár er frá þvi aö útgáfunefnd var komiö á fót og má segja að þetta sé hennar fyrsta skref, það er þvi hœgara um aö ræða en í að komast, en vonandi er timi kraftaverkanna ekki liðinn. Hér með hefur göngu sina „Fréttablaðið Litli – Bergþór“. Nafniö er komið frá áður nefndu blaði og er nafngift útgáfustjóra. Markmið þessa blaðs er að koma alls konar uppiýsingum, fréttnæmu efni héðan úr byggðarlaginu á framfæri við ykkur lesendur góðir. Öllum er heimilt að senda inn efni til birtingar og mun útgáfunefndin sjá til þess að sem flest komi i blaðið. Formenn starfandi nefnda eru hvattir til þess að koma öllum starfsárangri í blaðiðj en það fylgir böggull skammrifi þvi þeir verða að koma efninu á stensla. Vonandi verður þetta blað til fróðleiks og skemmtunar.
Grimur Bjarndal.
Já, ritnefnd Litla Bergþórs hittist á fundi í gær.
Fyrst vorum við þrjú, en síðan tvö.
Þar var rætt um efni næsta blaðs. Þar voru lagði fram reikningar fyrir síðasta ár. og þar var rætt um framtíð útgáfunnar.
Fyrst vorum við þrjú, en síðan tvö.
Þar var rætt um efni næsta blaðs. Þar voru lagði fram reikningar fyrir síðasta ár. og þar var rætt um framtíð útgáfunnar.
Auðvitað ákvað nefndin ekki nokkurn skapaðan hlut um framtíð
útgáfu á þessu menningarriti, sem Litli Bergþór óneitanlega er. Nefndin ræddi hinsvegar hvað framtíð blaðsins
gæti falið í sér í ljósi þess að áskrifendur, eins og nefndarmenn sjálfir, bæta
við sig ári eftir ár. Þannig hefur tíminn þau óhjákvæmilegu áhrif, að
áskrifendur hverfa af sjónarsviðinu, hver á fætur öðrum. Nýjum fjölgar lítið.
Það kann að mega rekja til þess að ritnefndinni tekst ekki að fylgja tímanum nægilega vel, slær ekki rétta tóninn, heldur sig við að gefa út blað á pappír á sama tíma og útgáfa og miðlun efnis færist hratt eitthvert upp í skýið.
Það kann að mega rekja til þess að ritnefndinni tekst ekki að fylgja tímanum nægilega vel, slær ekki rétta tóninn, heldur sig við að gefa út blað á pappír á sama tíma og útgáfa og miðlun efnis færist hratt eitthvert upp í skýið.
Á nefndarfundinum var framhaldið rætt - en bara rætt.
Fyrir áratugum síðan var gefin út hljómplata sem bar heitið
Útvarp Matthildur, sem á var allskyns gamanefni. Í einu atriðinu spyr fréttamaður formann
ungmennafélags hver sé stærsti vandi ungmennafélaganna í dag. Formaðurinn, sem eftir röddinni að dæma, var karlmaður
á níræðisaldri, svaraði: „Maðurinn með ljáínn“.
Nefndin, sem er búin að safna árum talsvert lengi, telur ástæðu til að innan ungmennafélagsins fari fram umræða um hvaða stefnu er rétt að taka.