Sýnir færslur með efnisorðinu brotthvarf. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu brotthvarf. Sýna allar færslur

19 nóvember, 2023

Hvað ef .....?

Þann 10. nóvember, árið 1998, sat ég síðasta fund minn sem hreppsnefndarmaður í Biskupstungnahreppi. Efir það hvarf ég úr nefndinni og hef ekki komið með beinum hætti að sveitarstjórnarmálum síðan.
Ástæður mínar fyrir ákvörðuninni, þarna í lok árs 1998 eru eflaust fleiri en ein, t.d var ansi mikið hjá mér að gera í vinnunni á þessum tíma. 
Það má einnig nefna tvær líklegar ástæður, sem ég tel að standi nú upp úr svona þegar ég lít til baka. 
Annarsvegar voru það mér allmikil vonbrigði að ekki skyldi takast að sameina hreppana í uppsveitunum, en það var kosið tvívegis um sameiningu þeirra á umræddu ári. Í seinni kosningunum var sameining 4 hreppa samþykkt með talsverðum meirihluta í þrem hreppanna, en felld í Skeiðahreppi, en þar reyndist fólk frekar sjá fyrir sér sameiningu eða samvinnu við Gnúpverjahrepp. Innan hreppsnefndar Biskupstungnahrepps reyndist harla lítil vilji til að halda þessum leik áfram, eins og sjá má af afdrifum tillögu minnar hér fyrir neðan. 


Hin ástæðan sem ég tel að hafi valdið miklu um brotthvarf mitt úr hreppsnefend, var einfaldlega samsetning nefndarinnar á þessum tíma. Mér fannst ég ekki eiga nægilega mikið sameiginlegt með samnefndarfólki mínu, ekki einusinni fólkinu á mínum lista, sem ákvað að ganga til samstarfs við lista fráfarandi meirihluta.  Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar, að saman á framboðslistum til sveitarstjórna, ætti að vera fólk sem er sammála  í grundvallaratriðum um helstu mál. Búseta fulltrúanna, umfram allt, eða ósætti við afmörkuð mál, finnst mér vera frekar veitur grundvöllur til að byggja á 4 ára samstarf, ef ekki kemur einnig til lágmarks pólitískur samhljómur, eða lífsskoðun.  Í mínu tilviki reyndist ég eiga fremur fátt sammerkt  með samstarfsfólki mínu. Vissulega hefði ég getað látið mig hafa það að sitja þarna út kjörtímabilið, en mér fannst hreinlegast að stíga bara til hliðar, hverfa af vettvangi sveitarstjórnarmálanna. Kannski var ég bara ekki nógu mikill baráttumaður.  

Ef hrepparanir 4, Þingvallahreppur, Laugardalshreppur, Biskupstungnahreppur og Hrunamannahreppur hefðu nú haldið áfram og í framhaldinu sameinast vorið 1999, hefði ýmislegt verið með öðrum hætti í uppsveitum nú.  Ekki er ég í vafa um, að fljótlega hefði verið samþykkt sameining þeirra við Gnúpverjahrepp, Skeiðahrepp og Grímsnes- og Grafningshrepp. Íbúar í þessum uppsveitahreppum öllum er nú um 3500, en væru líklegast allmiklu fleiri, ef tekist hefði að ganga þessa sameiningargötu allt til enda. 
Hvert skyldi vera viðhorfið til sameiningarmála í uppsveitunum nú?



Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...