Sýnir færslur með efnisorðinu þessi dagur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu þessi dagur. Sýna allar færslur

01 apríl, 2017

Laugarás hvelfingin

Skrifa myndatexta
Þessi pistill átti rétt á sér þann 1. apríl, 2017, en hefur nú tapað tilgangi sínum. Hann mun hafa verið ótrúlegri en svo að nokkrum manni hafi dottið í huga á mæta á fundinn sem boðað var til.  
Hugmyndin að hvelfingu yfir Laugarás er ekki ný, en Páll Dungal, garðyrkjubóndi í Ásholti í Laugarási varpaði henni fram á sínum tíma. Hann átti það til a hugsa út fyrir kassann.

Það hefur ekki farið framhjá Laugarásbúum, að eitthvað mikið stendur til á sláturhúslóðinni. Stór hluti sláturhússins hefur verið rifinn, mikil girðing hefur verið sett upp umhverfis lóðina og beltagrafa er búin að athafna sig á svæðinu vikum saman. Gríðarlegir haugar hafa hlaðist upp og grafan hverfur smám saman ofan í hyldýpis skurð.  Sú saga hefur gengið meðal fólks, að þarna eigi að rísa hótel, en fregnir hafa verið afar óljósar og allar upplýsingar sem komið hafa fram hafa reynst stangast á. Þetta hefur leitt hugann að því að ef til vill sé þarna ekki allt sem sýnist.
Í morgun  þegar ég opnaði póstinn minn sá ég að mér hafði borist póstur frá einhverjum sem augljóslega vildi ekki að á hann yrðu borin kennsl. Í þessum pósti voru eftirfarandi upplýsingar:
Dear Mr. Skulason
This is not spam. I feel compelled to provide you with this information. Laugaras is about to become the center of some operation of a huge scale, involving well known Icelandic businessmen. I'm sorry I can't give you more details, but if you follow the  link you will find out more. You will only be able to use the link once, after that it will become unresponsive.
www. HMS1911705719PH2201603789BTB1903673479HS251167ÓÓ2301575619FI0808543829.eu
Best wishes
Anonymous
Ég var afar hikandi, en ákvað samt að taka áhættuna af því að smella á hlekkinn. Það sem þá blasti við mér var eiginlega of rosalegt til að þegja bara yfir því. Það er ástæða þess að ég greini hér frá þessu.  Risafjárfestar hafa tekið saman höndum og virðast ætla að byggja risavaxna hvelfingu yfir Laugarás. Þegar maður skoðar  þetta nánar fellur ýmislegt í einhverjar skorður og ýmis mál taka að skýrast. Þessi helst:
1. Þar sem nú er grafið í sláturhúslóðinni á að koma ein stoðin undir hvelfinguna, en ekki hótel eins og talið hefur verið.

2. Óvenju mikið hefur verið um mannaferðir eldsnemma á morgnana hér efst í holtinu fyrir ofan Kvistholt, en þar virðist, samkvæmt teikningunni, eiga að reisa miðjufót hvelfingarinnar.

3. Nánast öll hús eða býli sem seld hafa verið í Laugarási undanfarin allmörg ár, hafa verið keypt undir því yfirskini að þar ættu að vera frístundahús.

4. Sveitarfélögin sem eiga Laugaráslandið enn, að nafninu til, hafa smátt og smátt verið að snúa baki við þessari eign sinni.

5. Viðhaldi á opinberum svæðum hefur verið mjög ábótavant.

6. Símasamband við þorpið reynist mjög stopult og kvartanir íbúa fá lítinn hljómgrunn.

7. Íbúar í Laugarási til margra ára, eru byrjaðir að hugsa sér til hreyfings. Síðast í gær birtist auglýsing um garðyrkjubýli sem er til sölu. Þessi auglýsing er auðvitað bara formsins vegna, enda ljóst að núverandi íbúar munu ekki kemba hærurnar í þessu þorpi í skóginum.

Hér býr eitthvað undir, sem ekki má þegja um.  Því er boðað til íbúafundar í dag kl. 15:00 í Slakka þar sem þetta mál verður til umræðu og vel kann að vera að einhver viti meira en aðrir og geti upplýst um það sem þarna virðist vera framundan.

Fjölmennum á fundinn í Slakka.

Kvistholti 1. apríl, 2017
Páll M. Skúlason

ps. ég velti lengi fyrir mér hvort einhver merking fælist í hlekknum sem leiddi mig að áformunum sem uppi virðast vera. Ég tel mig geta séð út frá honum hverjir það eru sem standa að þessum fyrirætlunum. Nánar um það á fundinum.


Mögulegt útlit hvelfingarinnar.




Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...