Sýnir færslur með efnisorðinu stelpur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu stelpur. Sýna allar færslur

07 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (4) LOK

Sem fyrr vísa ég á fyrri færslur í þessum greinaflokki, ef kalla má þessi skrif mín svo virðulegu nafni. Hlekkir á þær má finna hér neðst.
"Hvað er til ráða?" var spurningin sem ég setti fram í lok síðasta pistils.
Það getur vel verið að það sé og seint að snúa við.  Það eru gerðar rannsóknir um allan heim á þessu fyrirbæri, en það gerist síðan fátt í framhaldinu. Karlarnir sem nú eru á virksta starfsaldri eða að ljúka námi (ekki í kennslufræði) eru hreint ekki á leið inn í skólana til að verða að fyrirmyndum fyrir kynbræður sína, enda eru þeir sjálfir, að einhverju leyti haldnir ranghugmundum um það, hvað það er að vera karl. Á meðan heldur konum áfam að fjölga hlutfallslega í kennarastéttinni þar til ekki verður rými fyrir meiri fjölgun.
Já, hvað er til ráða? Fátt einfalt, væntanlega og engin "quick fix".

 Þetta birtist í Kjarnanum 13. júní.

Ég vil frekar sjá þessa fyrirsögn fyrst:


Þessa vildi ég sjá samhliða:




Þann 5. júlí birtist svo þetta í Kjarnanum.

Það mega gjarnan einnig sjást svona fyrirsagnir:


Ég hef aldrei séð fyrirsagnir eða umfjöllun um þær hindranir sem mæta körlum sem langar að starfa í skólakerfnu eða í umönnunarstörfum yfirleitt, í einhverri líkingu við það sem birtist nánast daglega um allar þær hindranir sem mæta konum í íslensku samfélagi. Hvarvetna lenda þær á glerþökum eða glerveggjum.  Í hverju felast glerþökin sem karlar þurfa að takast á við? Fá þeir send þau skilaboð frá samfélaginu, að þeir eigi ekki heima í skólasamfélaginu. Það sé eign kvenna?  Eða eru þeir kannski að burðast með slíkar ranghugmyndir um hlutverk sitt á þessari jörð, að þeir telji sig of góða til að sinna svo lítilmótlegum störfum?
Ég hallast að því að þarna komi báðar þessar meginástæður til í einhverri blöndu.

Varðandi völdin og peningana, sem sagt er að konur fái ekki að njóta, vil ég segja þetta:
Er það til í dæminu að konur vilji einfaldlega síður eltast við peninga og völd en karlarnir sem aldir eru upp með ranghugmyndir um að það séu peningar og völd sem skapi lífshamingjuna?
Er það ekki rétt skilið hjá mér, að hver sem er, óháð kyni, geti stofnað fyrirtæki og farið út í viðskipti eða rekstur? Sé það rétt hjá mér og einhverjar konur eru mjög áfram um að koma sér áfram á þeim vettvangi, þá stofna þær bara fyrirtæki, án glerþaks og skipa það eða þau kyn þar í stjórn sem þeim þóknast. Verði þeim bara að góðu.

Það er mikilvægara að auka jafnrétti og jafna stöðu í skólakerfinu en í atvinnulífinu. Á því er enginn vafi í mínum huga.

Ég sagði í upphafi þessa greinaflokks míns, að það þyrfti að byrja á grunninum. Þar gerist þetta allt saman. Byrjum þar á að ala upp og mennta börn sem sjá hvert annað í eðlilegri lýsingu.  Kennum þeim að þó svo þau líti ekki eins út, hugsi með mismunandi hætti, hafi áhuga á mismunandi  hlutum eða hafi ólíkar skoðanir, þá séu þau jöfn í samfélaginu.
Þetta tekst okkur með því að koma málum svo fyrir að bæði kynin komi jafnt að uppeldi og menntun barnanna sem erfa munu jörð.  Okkur tekst það aldrei með einhverjum ismum sem ímynda sér að þeir séu að berjast hinni réttlátu baráttu gegn misrétti og kúgun.  Þetta er langhlaup.

Það er slæmt þegar samfélagið er orðið svo hrætt við isma að hvert um annað hamast fólk til að gera því til geðs, engum til góðs, sennilega.

KÞBAVSVS

KÞBASAÞEBL

KÆASMF

KÞBALTSTÍSK


Mig grunar að ég sé ekki einn um þær skoðanir sem ég hef haldið hér fram og get ekki annað en hvatt fólk til að koma þeim í umræðuna í samfélaginu.

Njóttu svo dagsins lesandi góður.
Ég ætla að gera það í þeirri von að þetta sé í síðasta skipti sem ég tjá mig um þessi mál þó svo ég hafi svo sem margt fleira um þau að segja.


Tenglar 
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)


05 júlí, 2017

Aumingja karlarnir (2)

Hér held ég áfram með greinina sem ég hóf hér
Það mætti halda að þetta sé að breytast í einhvern barnauppeldisþátt hjá mér, en eins og ég hef sagt áður, þá byrjar þetta allt á grundvellinum. Grunnurinn að heilbrigðum einstaklingi sem er sáttur í hlutverki sínu og aðstæðum, eru einmitt fyrstu árin.

Byrjum á foreldrunum.
Hvert barn á rétt á foreldrum til að ala önn fyrir því, sjá því fyrir fæði og klæðum og UPPELDI. 
Uppeldi er og verður á ábyrgð foreldra. Foreldrar eru uppalendurnir og fyrirmyndirnar, en EKKI vinir barna sinna. Það eru þeir sem setja mörkin og kenna.
Ég vil halda því til haga hér, að foreldrum er vorkunn að sumu leyti. Báðir þurfa alla jafna að vinna utan heimilis í stað þess að þeir gætu dregið úr vinnu og eytt meiri tíma með barni sínu (ekki bara í nágrenni við það). Þetta er samfélagslegt úrlausnarefni. Ég held að foreldrar hafi of lítinn tíma til að vera foreldrar, miðað við mikilvægi þessa hlutverks og ég tel að nýting þess tíma sem foreldrar eiga að geta eytt með börnum sínum, sé oft harla slæm.
Já, já, ég veit að það eiga margir foreldrar bágt, en velji maður á annað borð að verða foreldri, þá þarf að taka það í reikninginn og það hlutverk felur í sér að fórna stórum hluta að frelsi sínu til að gera það sem mann langar helst til.
Í gær lenti fyrir framan mig á Facebook grein sem ber yfirskriftina: "Þú átt barnið, svo taktu ábyrgð"  Í þessari grein er það sagt sem ég vildi segja um hvað það þýðir að vera foreldri. Það þýðir ekkert að búa bara til unga og krefjast þess síðan að samfélagið taki alla ábyrgð á því að upp vaxi fyrirmyndaeinstaklingur. "....ákvörðunin um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins, og uppeldi og ábyrgð sé þeirra".

Svo skulum við kíkja aðeins á kynjamálin.
Öll börn eiga tvo foreldra, það segir sig sjálft. Hlutur karlsins í tilurð afkvæmisins er heldur viðurhlutaminni en konunnar. Því verður ekki breytt fyrr en málum verður svo fyrir komið að karlar verði óþarfir í þessum þætti. Tengsl móður og barns verða þannig meiri alveg frá upphafi og einhvernveginn fer það síðan svo, að karlar koma minna að uppeldi barna sinna en konur. Spurning vaknar þá strax um það hvort það sé vegna þess að karlar vilja síður sinna uppeldi barna sinna, eða vegna þess að konur vilja síður leyfa körlum að blanda sé of mikið í þau mál.  Ekki hef ég svar við því, en tel ábyrgð karla eiga að vera jafn mikla á uppeldi barna sinna.
Nú orðið telst það til sjálfsagðra mannréttinda að foreldrar komi börnum sínum í leikskóla (í umsjón og á ábyrgð samfélagsins) helst áður en það verður ársgamalt. Ungabörn í leikskóla kalla í sjálfu sér á sérstaka umfjöllun af minni hálfu síðar.

Í leikskólum uppgötva strákar að þeir eru strákar og stelpur uppgötva að þær eru stelpur og við þá uppgötvum breytist ýmislegt. Stelpurnar fara að pæla í því hvað það er að vera stelpa/kona og strákarnir hvað er að vera strákur/karl. Stelpurnar finna fljótlega út að þeirra kyn er það sama og nánast allra starfsmanna leikskólans. Með sama hætti finna strákarnir það út að það eru bara hinir strákarnir sem eru eins og þeir, nánast enginn annar. Hagstofan segir mér að árið 2015 hafi 5616 (94%) konur starfað í leikskólum, en 350 (6%) karlar.

Strax þarna finna stelpurnar úrval fyrirmynda um það hvernig konur eru, hvernig þær haga sér, hvernig þær tala, hvernig þær klæða sig, og svo framvegis. Þær eru heppnar að því leyti.
Aumingja strákarnir, sem síðar verða aumingja karlarnir finna nánast ekki þessar fyrirmyndir í leikskólanum og ef faðir þeirra er ekki því duglegri að vera í samvistum við þá og þá á ég við raunverulegar samvistir, en ekki bara að þeir séu í sama húsi, þá hafa þeir bara hreint ekkert til að miða við, nema konurnar sem starfa í leikskólanum og móður sína. Vissulega má segja að þarna fái strákarnir nokkuð glögga mynd af því hvernig manneskjur konur eru og það er jákvætt.

Svona áður en einhverjir rísa upp á afturfæturna er rétt að ég taki fram að ég tel hæfni kennara ekki ráðast af kyni. Ég er ekki að fjalla um kennara hér út frá neinu öðru en kyni þeirra.

Næst kíki ég snögglega á grunnskólann, en Hagstofan greinir frá því að ári 2015 hafi 81% þeirra sem störfuðu við kennslu í grunnskólum konur, og þá 18% karlar.  Um þetta þarf varla að hafa fleiri orð þó ég muni ugglaust gera það.

Ég hef haldið því fram að þessi mikli kynjahalli á fyrstu tveim skólastigunum hafi áhrif á börnin sem þarna eiga leið um. Þessari skoðun minni hefur verið vísað á bug; rannsóknir sýni að  hann hafi engin merkjanleg árif.  Rannsóknir sýna...............það er nefnilega það.  Þegar þarf að verja eitthvað hlaupa menn oft í þá skotgröfina.
Ég held mig við þá skoðun að kynjahallinn, jafnvel allt að lokum framhaldsskóla hafi meiri og djúpstæðari áhrif en margir vilja halda fram og mun fjalla um þá skoðun mína næst.

...það er von á framhaldi.


Tenglar 
Aumingja konurnar
Ævintýri á gönguför
Til Hildar
Finslit
Aumingja karlarnir (1)

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...