21 júlí, 2019

Ég, pákuleikarinn

19. aldar páka (ketiltromma) Þvermál 65 cms og hæð 68 cm.
Mér kom eftirfarandi í hug í gær þar sem ég ásamt félögum mínum í Skálholtskórnum tókum þátt í að flytja kantötur eftir Bach, m.a. BWV 169, á tónleikum í Skálholtsdómkirkju. 

The thing Jesus really would've liked would be the guy that plays the kettle drums in the orchestra. I've watched that guy since I was about eight years old. My brother Allie and I, if we were with our parents and all, we used to move our seats and go way down so we could watch him. He's the best drummer I ever saw. He only gets a chance to bang them a couple of times during a whole piece, but he never looks bored when he isn't doing it. Then when he does bang them, he does it so nice and sweet, with this nervous expression on his face. 
(J.D. Salinger: The Catcher in the Rye) 
Holden Caulfield, sem er aðalpersónan og sögumaður í skáldsögunni, er hér að lýsa því hvað honum finnst um pákuleikarann í hljómsveit sem hann hefur oft hlustað á áður.  Hann segir efnislega: Jesús hefði sannarlega kunnað við náungann sem lék á pákurnar. Hann er besti trommuleikari sem ég hef nokkurntíma séð. Hann fær bara að slá í trommurnar nokkrum sinnum allt verkið, en honum virðist aldrei leiðast þegar hann er ekki að slá. Þegar hann fær að slá þá gerir hann það svo einstaklega vel og blítt, og virðist vera dálítið taugaóstyrkur þegar hann gerir það.

Það var einhvern veginn svona sem mér fannst þetta vera í gær, þar sem þáttur minn og hinna "pákuleikaranna" var ekki stór, en samt leiddist okkur ekkert og þegar kom að okkur, fluttum við það sem okkur hafði verið úthlutað, svo einstaklega vel. Mögulega hefði mátt greina örlítinn taugaóstyrk í andlitsdráttum okkar. Holden Caulfield hefði líkað vel við okkur held ég.

Það sem við gerðum á þessum tónleikum var að flytja þrennt eftir  J.S.Bach og allt mjög stutt: Slá þú hjartans hörpu strengi, Ó höfuð dreyra drifið og síðan síðasta hlutann af kantötunni sem kallast BWV169, sem tók um mínútu í flutningi. Samtals mun flutningur þessara pákuleikara hafa tekið um 5 mínútur af þessum klukkutíma tónleikum.
Vissulega var hlutverk okkar ekki stórt, en ef litið er til þess, að á hverju ári sendum við her manns utan til að vera fulltrúar okkar í Evrópusöngvakeppninni með sitt þriggja mínútna lag, þá ætti nú ekki að vera stóra málið að skjótast í Skálholt með fimm mínútna framlag. Unndirbúningurinn fyrir þessar fimm mínútur telst auðvitað í tugum klukkustunda, svo þegar upp er staðið ..... já.

Tilvitnunin á myndinni hægra megin á engan veginn að vísa til framgöngu þeirra sem fluttu hinar 55 mínúturnar af umræddum tónleikum. Öll voru þau aðdáunarverð: það rauk úr fingrum organistans Jóns Bjarnasonar og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran geislaði í gegnum sinn þátt. Það sama má segja um aðra hljóðfæraleikara. 


Svo heldur þetta áfram í dag og auðvitað allt Guði til dýrðar. 😅

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Litlir kallar og litlar kellingar

Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...