Ég fór auðvitað sjálfur í gegnum skeið af þessu tagi og þar standa Mánaböllin upp úr, með öllum sínum ævintýrum og óstjórnlegum hávaða
Síðan eru liðin mörg ár.
"Það gæti nú verið gaman að fara á þetta", sagði fD upp úr eins manns hljóði fyrir nokkrum vikum. Ekki get ég sagt að ég hafi verið upprifinn, en fagnaði auðvitað með sjálfum mér áhuganum sem þarna skein í gegn.
Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970 |
Síðan var haldið á tónleika í Hörpu, þar sem hópur listamanna minntist þess að Freddie (Farrokh Bulsara) hefði orði sjötugur í september á síðasta ári.
Þetta munu hafa verði í kringum tuttugustu tónleikarnir og Eldborgarsalurinn var sneisafullur.
Deep Purple á efri árum. |
Ég viðurkenni, að ég vissi ekki við hverju mátti búast, enda fór ég síðast á svona tónleika þegar Deep Purple komu hingað 2004 eða 2007 (man ekki á hvora tónleikana ég fór) og þar áður á tónleika Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970,
Fólkið sem kom í Hörpu á þessa ágætu tónleika, var hreint á öllum aldri, en ansi margir voru samt gráu kollarnir.
Tónleikarnir "Freddie Mercury sjötugur"
Tónleikarnir hófust og ég hafði auga með fD, ef svo skyldi fara að hún yrði okkur til minnkunar með taumlausum gleðilátum. Það leið ekki á löngu áður en ég þurfti að hnippa í hana þar sem hún ætlaði að fara að príla upp í sætið, syngjandi "We are the Champions" eða "Bohemian Rhapsody", klappandi höndum fyrir ofan höfuðið, (svona eins og þegar HÚ-hað er) og gefandi frá sem amerísk kúrekaöskur (jííí-ha)..............................ekki.
Samtónleikagstir okkar utu tónleikanna, margir hverjir, til hins ítrasta, sveifluð handleggjum fram og til baka, klöppuðu, hrópuðu, sungu með og almennt slepptu fram af sér beislinu.... en ekki við fD. Við vorum alveg róleg. Kona um fertugt við hlið fD missti sig alveg í gleðinni og meira að segja hafði fD orð á að henni fyndist gleðilætin varla við hæfi. Ég hugsa að konan sem sat við hliðina á mér hafi átt erfiðara með þetta, enda á mínum aldri. Kannski hefur henni ekki litist á að sleppa sínu innra sjálfi lausu, með mig við hlið sér. Ég var farinn að vorkenna henni aðeins og á sama tíma að álasa sjálfum mér fyrir að hafa mögulega þessi neikvæðu áhrif á hana. En kannski tók hún þessu bara með sama jafnaðargeðinu og ég.
Ég hef ekki áður upplifað aðra eins ljósanotkun á neinum viðburði. Hef reyndar séð slíkt í sjónvarpi. Það kom fyrir, aftur og aftur, að ég þurfti að loka augum þegar ógnarsterku ljósi var beint , blikkandi fram í salinn þegar hæst lét. Þá velti ég fyrir mér hættunni á því að einhver í hópi tónleikagesti myndi fá flogakast, en ég veit ekki hvort það gerðist.
Ég skil óskir foreldra minna betur nú, þegar þau vildu að systurnar lækkuðu í transistortækjunum sínum. Hávaðinn var, ógurlegur á köflum, og svo vivirtist sem söngvurunum þætti vænst um þær stundir þegar þeir gátu sýnt okkur sem í salnum vorum, hve hátt þeir kæmust og þá á ég bæði við tónhæð og decibel. Ég hefði kosið að þetta væri aðeins lágstemmdara.
Ég er búinn að segja ýmislegt hér að ofan sem má túlka sem neikvæða upplifun á þessum tónleikum, en ég er nú víðsýnni maður en svo, að upplifunin hafi verið neikvæð. Ég sat allan tímann í sæti mínu og klappaði við lok hvers lags, hóflega og kurteislega, enda var þarna á ferðinni ágætis listafólk sem á allt gott skilið. Ég var bara ekki tilbúinn í þetta eru-ekki-allir-í-stuði dæmi og þar með ekki meðal skemmtilegustu tónleikagesta.
Þetta var bara gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli