Það vitum við vel, að þegar um er að ræða að halda fram málstað, er oftar en ekki gripið til alhæfinga. Þetta er afskaplega algengt meðal stjórnmálamanna, sem hika ekki við að tala um engan eða alla, þjóðina, eða mannkynið, ef það skyldi verða til að slá nokkrar keilur, litla stund.
Mér finnst málflutningur af þessu tagi með eindæmum hvimleiður. Látum vera ef talað væri um, t.d. alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem einn hóp, svo lengi sem aðrir landsmenn eru látnir í friði að þessu leyti.
Þeir eru nú ekki fáir sem telja sig búa yfir hinum eina sannleik í tilteknum málaflokkum. Þar hika menn aldeilis ekki við að flokka fólk undir sama hattinn, sem t.d. á fátt sameiginlegt nema kynið. Svona flokkun er óskaplega auðveld: þú ert karl og þess vegna ertu svona, ef þú ert svartur þá ertu svona, ef þú ert Færeyingur þá ertu svona, og svo framvegis. Með flokkun af þessu tagi er verið að búa til svokallaðar stereotýpur, þannig, að ef eitthvert einkenni er til á einhverjum tilteknum hóp, þá á það við allan hópinn. Flokkun af þessu tagi felur í sér fordóma - fordómar finnst okkur flestum vera afar vondir.
Mér líkar illa að vera settur í flokk með ofbeldismönnum, nauðgurum eða svokölluðum karlrembusvínum, en ég á ekkert val um það - það er nefnilega ekki mitt að meta hvernig ég er.
Það er sama hvert litið er í samfélagi okkar, hvarvetna blasir "sannleikurinn" um hina ýmsu hópa við:
Börn eru...
Börn þurfa...
Prestar eru....
Alþingismenn eru....
Karlar eru......
Konur eru....
...það er sama hvar gripið er niður, allsstaðar blasir flokkunin við, oftar en ekki í formi einhvers rétttrúnaðar.
Nú ætla ég að fullyrða eftirfarandi:
Strákar fá ekki uppeldis- og námsumhverfi við hæfi, með þeim afleiðingum að þeir eru nú í miklum minnihluta í háskólanámi.
(Árið 2011 í háskólum á Íslandi: karlar 7681, konur: 12296 - heimild: Hagstofan)
Svo sest ég bara aftur í hægindastólinn (Lay-Z-Bojinn) minn og hugsa með mér:
"Let them deny it."
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli