Hótel Laugarás |
Tilefni þessarar færslu er það, að í dag var athygli mín vakin á því, að enn eitt hótelið hefur tekið til starfa í Laugarási. Hér höfðum við um tíma Hótel Iðufell, síðan breyttist það í Hótel Hvítá, sem nú er sem sagt orðið að Hótel Laugarási.
Það er sjálfsagt ekki mitt að hafa skoðun á þessu - hana hef ég samt. Því miður tel ég ekki að þessi hótel hafi orðið Laugarási til framdráttar á nokkurn hátt, en það er nú ekki margt sem ég get gert til að breyta því eða hafa áhrif á. Því kýs ég að hafa ekki fleiri orð um það, heldur vísa á þessa slóð, sem er opinber og óvéfengd.
Hótel Iðufell |
Hótel Hvítá |
Ég leyfði mér að taka út og líma búta úr síðunni sem um er að ræða hér inn, fyrir þá sem ekki nenna að lesa hitt.
Ef þið viljið ekki lesa þetta þá skuluð þið bara hætta hér.
(Það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá)
Ef þið viljið ekki lesa þetta þá skuluð þið bara hætta hér.
(Það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá)
Niðurstöður.
Ákærði
hefur játað ræktun á 163 kannabisplöntum og að hafa tengt
rafmagn fram hjá rafmagnstöflu. Ákærði hefur hins vegar neitað
því að hafa gert það í þeim tilgangi að selja og dreifa
efninu. Framburður ákærða annars vegar hjá lögreglu og hins
vegar fyrir dómi er í alla staði ótrúverðugur, bæði ástæða
þess að ákærði hóf ræktunina svo og hvað hann hafi ætlað að
gera við afraksturinn.
Ákæra
dagsett 3. nóvember 2006.
- Ákærði kvaðst fyrir lögreglu fyrst hafa keypt tvö fræ í Danmörku en kvað það vera vitleysu aðspurður fyrir dómi, það hafi átt að vera tvö hundruð stykki.
- Ákærði undirritaði þó lögregluskýrslu án athugasemda þar sem fjöldi fræja var sérstaklega tilgreindur. Þá kvaðst ákærði fyrir dóminum ekki geta giskað á fjölda fræja sem hann hafi keypt á markaði í Danmörku, þau gætu hafa verið þrjú hundruð.
- Ákærði kvaðst hafa byrjað ræktunina í ágúst 2005 og það þyrfti ekkert fyrir því að hafa, plantan bara yxi og yxi en hann hefði prufað þetta til að svala forvitni sinni um það hvernig slík ræktun gerðist.
- Þá kvaðst ákærði hafa verið kominn í vandræði í desember þegar lögreglan lagði hald á plönturnar, hann hafi byrjað deginum áður að skera plönturnar niður og hafi ætlað að gera það smátt og smátt til að minnka magnið og grafa þær svo í jörðu.
- Þá kvaðst ákærði hafa komið plöntum til með því að taka græðlinga og stungið þeim niður og úr hafi orðið ný planta. Allt hafi þetta þó verið sama ræktunin sem hófst í ágúst 2005.
- Ákærði kvaðst ekki hafa kynnt sér ræktun kannabisplantna neitt sérstaklega en kvaðst þó hafa fengið leiðbeiningar með fræjunum þegar hann keypti þau í upphafi svo og hafi hann kynnt sér það á „netinu“.
- Ákærði kvaðst einnig fyrir dómi hafa stundað garðrækt til margra ára og sé vel kunnugt um það hvernig best sé að rækta og þurrka plöntur, meðal annars svo þær verði ekki bara að einni „drullu“.
- Ákærði neitaði fyrir dómi að hafa verið að þurrka skunkinn en aðspurður um það sérstaklega hvers vegna allt það magn sem var á borðum hefði ekki verið saman við aðra plöntuhluta, sem hann kvaðst hafa skorið niður til að þurrka og farga, kvað hann að forvitni sinni hefði líklega ekki fullkomlega verið svalað, hann hafi ætlað að sjá ferlið til enda.
- Allar þessar skýringar ákærða eru ótrúverðugar og þykir dóminum ekki mark takandi á þeim.
- Þá er með ólíkindum að til að svala forvitni um það hvernig kannabisplanta vaxi, skuli vera notaðar yfir 160 plöntur, af minna má nú læra.
- Þá er ákaflega ótrúverðug sú skýring ákærða að hann hafi ætlað að þurrka skunkinn til að sjá hvernig hann yrði en sá skunkur sem ákærði var búinn að dreifa til þerris vó samtals rúmlega eitt og hálft kíló.
Ákærði
hélt því fram fyrir dóminum að hann hafi verið að þurrka
efnið í þeim tilgangi að minnka umfang þess áður en hann græfi
það niður en hann hafi ekki vitað um aðra leið til að losa
sig við framleiðsluna.
Þá kvað
ákærði jörð hafa verið frosna og hann því ekki getað
losað sig við efnið, hann hafi verið að bíða eftir því
að það voraði svo hann gæti grafið plönturnar í jörðu.
Þykir þessi skýring ákærða afar ótrúverðug með vísan
til þeirra hluta sem að ofan eru raktir. Þá var miklu magni af
svokölluðum „skunk“, sem er efsti hluti plöntunnar, raðað í
þunnu lagi á stórt kerlok og járnplötu til þurrkunar.
Þá var
ekki að finna heila brú í þeim framburði ákærða þegar hann
bar að forvitni hans hefði fyrir löngu verið svalað þegar
lögreglan hafði afskipti af honum, síðar bar hann að
forvitninni hefði ekki verið svalað þegar hann skar skunkana af
og enn síðar bar hann að hann hefði ekki haft neinar áhyggjur af
þessu fram að því að hann fór að klippa plönturnar niður en
hann hafi líka verið búinn að gera sér grein fyrir því þá að
þetta væri vaxið honum yfir höfuð og að þetta væri orðið
stórhættulegt mál eins og ákærði orðaði það sjálfur.
Ákærði
kvaðst ekki neyta fíkniefna sjálfur og hefur engar aðrar
skýringar gefið en að þetta hafi allt saman verið gert fyrir
forvitnissakir. Er sú skýring ákærða ekki trúverðug.
Þykir dóminum sannað, svo hafið sé yfir allan skynsamlegan
vafa og með hliðsjón af því magni sem fannst hjá ákærða og
meðhöndlun á því, að ákærði hafi ætlað afurð
kannabisplantnanna til sölu og dreifingar og verður ákærði
sakfelldur fyrir þá háttsemi.
Ákærði
hefur ekki sætt refsingu áður svo vitað sé.
Við
ákvörðun refsingar verður litið til greiðlegrar játningar
og samvinnu ákærða við rannsókn málsins og fyrir dómi,
magns, styrkleika efnisins og þess hvað fyrir ákærða vakti.
Þykir refsing hans hæfilega ákveðin að teknu tilliti til alls
þess sem að ofan greinir, fangelsi í sjö mánuði. Frá
refsingunni ber að draga gæsluvarðhald er ákærði hefur sætt,
samtals fjóra daga.
Þar sem
ákærða hefur ekki áður verið gerð refsing og með vísan til
þess sem að ofan segir þykir rétt að fresta fullnustu refsingar
og hún niður falla að liðnum tveimur árum, haldi ákærði
almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
D
ó m s o r ð :
Ákærði,
sæti fangelsi í sjö mánuði en fresta skal fullnustu
refsingarinnar í tvö ár, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Frá refsingunni dragast fjórir
dagar að fullri dagatölu er ákærði sætti gæsluvarðhaldi.
Upptæk
skulu gerð 163 kannabisplöntur, 1.346,03 grömm af marijúana,
4.312,88 grömm af kannabislaufum, 309.000 krónur, 2 stk. stórir
gróðurhúsalampar, 20 stk. litlir gróðurhúsalampar, stór
Philips gróðurhúsalampi, stór rafmagnstafla, lítil
rafmagnstafla, loftræstikassi Vent-Axia, 5 stk. viftur,
rafmagnsofn,.............................
Engin ummæli:
Skrifa ummæli