06 mars, 2012

Sundrandi turnar með hár


Undanfarin 20+ ár höfum við setið uppi með samfélag sem ég vil nú bara eiginlega kalla dálítið sjúkt. Ég hugsa oft sem svo að ég hefði gjarnan vilja eyða drjúgum hluta ævi minnar við einhverjar aðrar aðstæður  en þessar. Allan þennan tíma hafa tveir einstaklingar nánast haldið þessu samfélagi í gíslingu þannig, að það er í raun stórmerkilegt. Þeim hefur tekist að koma sér svo rækilega fyrir í þjóðarsálinni, að það gerist nánast ekkert nema annar hvor eða báðir láti til sín taka, eða ekki, og ef ekki þá velta menn fyrir sér hvernig þeir bregðist við. Framganga þessara tveggja einstaklinga er með þeim hætti, að fólk er annað hvort sammála þeim og þykir mikið til þeirra koma, eða þá að það nánast leggur fullkomið hatur á þá. Það er bara annað hvort - ekkert þar á milli.  Aðrir eru einhvern veginn alltaf vegnir og mældir með hliðsjón af þeim félögum.

Þeir hafa, umfram aðra sundrað þessu samfélagi alltof lengi (að mínu mati - svo því sé haldið til haga).

Og, hana nú.

1 ummæli:

  1. Já. -
    Ég vil minna á síðuna Betri valkost á Bessastaði.

    Hlýjar kveðjur í Kvistholt
    fH;)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...