Á laugardaginn var (24. mars) voru haldnir tónleikar tveggja kóra Menntaskólans að Laugarvatni í Háteigskirkju: þess sem var stofnaður fyrir tuttugu árum, og sem starfaði til 2002 undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og þess sem var stofnaður síðastliðið haust, undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Með kórunum lék tríó Kjartans Valdemarssonar, fyrrum kórfélagarnir þau Egill Árni Pálsson, tenór og Kristjana Skúladóttir, sungu sitt lagið hvort.
Þetta voru sérlega skemmtilegir tónleikar, og hér er sýnishorn: eldri kórinn syngur Heyr, himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, við texta Kolbeins Tumasonar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli