22 mars, 2012

Loðfirðingarógur

Nýjasta vísan sem gamli unglingurinn skellti fram nú áðan fjallar um rógburð, sem ekki verður nægilega hefnt fyrir.

Að launa það þú laugst á mig,
Loðfirðingarógur,
hrykki ekki að hýða þig
Hallormsstaðaskógur.

Loðfirðingur mun vera einstaklingur frá Loðmundarfirði.

Tildrög:Við skoðun reyndist þessi vísa vera eftir Pál Ólafsson. Ekki er vitað hverju séra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað á að hafa logið á Pál en ekki hefur Páll verið ánægður með það. Um það ber þessi ferskeytla hans vott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...