Ég ætla svo sem ekki að fara að æsa neinn upp, eða valda misskilningi, en þetta mál er einfaldlega eitt af því sem skoða þarf.
Í Laugarási telst mér til að séu 22 garðyrkjubýli. Af þeim á sér stað ræktun á 10 býlum. Á 8 þessara 10 býla treysta bændur á erlent vinnuafl að stórum eða stærstum hluta. Á engu þeirra býla þar sem ræktun er í gangi er fyrirsjáanlegt/líklegt að börn bændanna muni taka við, en á öllum nema einu, að ég hygg, eru eigendurnir komnir yfir fimmtugt og á að minnsta kosti tveim þeirra er komið að starfslokum.
Hér finnst mér að þurfi að velta fyrir sér hvað er framundan hjá garðyrkjunni. Mér sýnist þróunin hafa verið í þá átt að garðyrkjustöðvum fækki, þær stækki og treysti á aðkeypt, erlent vinnuafl til að geta rekið sig sómasamlega. Þetta þýðir auðvitað bara það að smærri garðyrkjustöðvar leggjast af og kaupendur að þeim verða ekki tíndir upp eins og ber af lyngi eftir gott sumar, nema þá eftil vill til að breyta þeim í sumardvalarstaði fyrir sig og fjölskyldur sínar. Nú eru, sýnist mér, 7 lögbýli í Laugarási sem svona er komið fyrir.
Já, aldurinn færist yfir og ég reikna með að fólk horfi fram á veginn með það í huga hvað verður þegar starfsþrek minnkar. Börnin eru flogin burt til að skapa sér atvinnu á öðrum vettvangi.
Er vilji til þess að þróunin verði sú að að hér sitji fólk svo lengi sem sætt er á garðyrkjustöðvum sem mega muna sinn fífil fegri? Það þarf einhver að taka við og halda áfram, ef ekki í ræktun matjurta og blóma, þá í einhverju öðru, þar sem byggingarnar gætu nýst áfram.
Þetta er eitt af því sem hafa þarf í huga þegar er verið að taka afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. Mér hefur skilist, að í þeim samningum sem þar væri um að ræða sé einmitt tekið tillit til þátta af þessu tagi, ekki síst á norðurslóðum. Þar er hægt að sækja um þróunarstyrki af ýmsu tagi sem gætu nýst vel við endurnýjaða uppbyggingu í garðyrkjuþorpum eins og þessu. Í það minnsta er harla lítið vit því að loka á þann möguleika fyrirfram.
Njótið dagsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli