21 júlí, 2014
Í sunnlenskri sól
Maður má ekki forsmá það sem máttarvöldin þó veita manni af heimsins gæðum. Það er mikilvægt að halda því til haga að sólin komst óhindrað á pallinn í Kvistholti í gær í eina klukkustund og 35 mínútur og er það lengsta samfellt sólskin á þessu sumri.
Það þarf varla að geta þess að fD nýtti þennan tíma til hins ítrasta til að safna forða d-vítamíns fyrir veturinn. Sólbaðið var auðvitað lengra en sem nemur þeim tíma sem sást til sólar, enda uppi sú kenning að sólarljósið gagnist svo lengi sem maður sér skuggann af sjálfum sér á sólbekknum. Á grundvelli þessarar kenningar náði sólskinssleikurinn allt að 4 klukkustundum, sem verður að teljast harla gott.
Ég mátti, að venju, þegar yfirleitt sést að það er sól á himni, sitja undir hneykslan fD á því að ég væri að "húka inni í svona góðu veðri" og í framhaldi af því lét ég til leiðast að liggja gegnum mesta sólskinið, án sjáanlegs árangurs.
Ekki efa ég það að á næstu vikum, í það minnsta áður en vetur leggst að, fái ljóshnötturinn að senda geisla sína í æ rikara mæli óhindrað á sólsjúka Kvisthyltinga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli