Sýnir færslur með efnisorðinu ljóð. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu ljóð. Sýna allar færslur

13 október, 2009

Laugarás í dag


Það liggur við að Laugarásbúar þurfi að efna til fagnaðar í tilefni af atburðum dagsins. Lengi hefur verið beðið eftir göngustíg meðfram aðalgötunni. Í dag lauk þeirri bið í drynjandi vélagný. Meira að segja rjúpan spígsporaði sallaróleg um svæðið og samfagnaði okkur þessum meinlausu þorpurum.
Næst á dagskrá er væntanlega að skella mold milli vegar og göngustígs og einnig í vegkantinn á
móti, koma af stað grassprettu og slá síðan á tveggja vikna fresti allt sumarið.

Ég fagna þessu verki. Það ber að þakka það sem vel er gert.

Það kom mér nokkuð á óvart, að ekki skyldi vera drifið í því að lagfæra Skúlagötu, eins og ég hef áður nefnt. Á staðinn var kominn mikill vélafloti sem hefði lokið því verki snarlega, með viðunandi undirbúningi.

-<- span="">

Að öðru leyti setja öryggisráðstafanir mikinn svip á saklaust sveitaþorp þessa dagana. Maður þorir sig varla að hræra vegna myndavéla sem skrá hverja hreyfingu.

Verklegir lásar loka nýppsettum, öflugum hliðum.

Þjófavarnakerfi væla þegar smáfuglarnir koma of nálægt.

Skyldi sá tími koma, að efnt verði til þjálfunar í notkun skotvopna?


11 október, 2009

Raunveruleikatenging

Hér hefur bláminn verið allsráðandi að undanförnu.
Moggaumboðsmaðurinn í Laugarási birtist hjá gamla unglingnum þegar ég var þar staddur, og var að koma færandi hendi með nýjasta moggann til aflestrar. Eitthvað hef ég verið búinn að senda skýr skilboð um þau mál, því viðkomandi flýtti sér að fela moggann bak við sig - um stund.

Blátunnur hafa kallað á mikla athygli undanfarna daga. Það hefur frést af þeim á flugi um Bláskógabyggð og Grímsnes. Nú eru þær flestar komnar heim og standa stilltar á sínum stað, í það minnsta fram að næsta hvelli.
________________________________

Ég hef verið að dunda mér við að fara í gegnum gamlar myndir þessa helgina, en fátt er betur til þess fallið að opna manni sýn inn í þann raunveruleika að árin líða.
Ég læt hér fylgja dæmi um það. (liggur við að þessari uppgötvun fylgi lítilsháttar blámi hugans).

Svona var Kvistholt vorið 1984.

Svona var staðan sumarið 2008


03 október, 2009

Landið

Ísland er ekkert að víla fyrir sér að leyfa börnum sínum að njóta andstæðna.

Í gær sátu ökumenn fastir í faratækum sínum á heiðum uppi. Það ringndi og/eða snjóaði á láglendi. Hvassviðrið feykti haustgulum blöðum trjánna burt til að þau gætu orðið jarðvegur næsta árs. Í dag skín sólin aftur og gærdagurinn er horfinn. Sólin er að vísu ekki jafn hátt á lofti og á sumarsólstöðum, en hún er þarna og gefur fyrirheit um að það komi aftur sumar.

Í fyrra engdust sakleysingjar í gjöreyðingarárás bankahruns, blámannaheimsku og græðgi. Traust hvarf og trúin á að landið gæti risið á ný fauk burt með haustvindunum. Kannski sest trúin einhvers staðar aftur innan skamms og skýtur rótum.

Síðustu ár flæktist þjóð í kaldbláum vef gróðapunga, illvirkja, falsspámanna og svikara. Þjóðin hlaut skaða af. Hugtakið "landið bláa" fékk nýja og ógeðfellda merkingu. Það er samt von um að vefurinn rakni og þjóðin verði aftur frjáls. Það eru merki á lofti, lágt eins og vetrarsól. Blái vefurinn er farinn að trosna þó einkennileg öfl hans reyni enn að veiða sakleysingja með bláskrift sinni.
Á dimmasta vetri, þegar eilíf nótt virðist ráða ríkjum, skín alltaf lítill sólargeisli lágt á lofti, sem boðar vor, sem boðar sumar. Það er hægt að treysta landinu. Traustið á mönnunum bíður betri tíma.


05 júlí, 2009

Hvar værum án góðra manna sem iðrast?

Gula kringlan, sem öllu lífi stýrir, er löngu risin, ef hún hefur þá nokkuð lagst til hvílu.
Fyrstu merki mannlífs á sunnudagsmorgni eru greinanleg í gegnum krónur trjánna.
Það er hljótt þar sem hljómsveitin lék frameftir í gærkvöldi.
Miðaldra menn sofa ekki frameftir þó ekki skorti á viljann til þess arna.
Við blasir enn einn dagur lífsins með Davíð.
Þeir eru alltaf svo uppörvandi, dagarnir með Davíð.
Davíð veit hvað hann syngur.
Davíð reif í sundur vélina og hann einn veit hvernig á að setja hana saman aftur.
Davíð hleypti hundunum út og hann veit hvernig á að ná þeim inn aftur og hann veit hvernig á að komast hjá því að borga fyrir skaðann sem þeir ollu.
Davíð veit að við stígum ekki í vitið og veit hvað við viljum heyra.
Kyndilberar hugsjóna Davíðs þenja strekkt raddböndin í þingsölum.
Davíð er maðurinn sem veit allt, skilur allt, umber allt, vonar allt og gerir allt.
Enginn er til á Íslandi sem hefur til að bera það sem Davíð ber á borð fyrir þjóðina.
Þjóðin hlustar á Davíð.
Þjóðin trúir á Davíð.
Bloggheimar loga þegar Davíð tjáir sig:

Gullkringlan hefur hækkað nokkuð á lofti.
Vætan sem féll til jarðar í nótt, hverfur smám saman af pallinum.
Sírenan er í fullum blóma. Ilmur hennar umlykur morgunkyrrðina.
Kaffibollinn bíður áfyllingar.
Best að ýta á 'publish post'

17 júní, 2009

Dagur hástemmdra ræðuhalda


Það þarf líka að halda ræður.
Það þarf að reyna að hjálpa týndri þjóð til að finna sig aftur.
Það þarf að búa til falleg orð og raða þeim svo saman með smekklegum hætti.
Það þarf að hvetja þjóðina til að gefast ekki upp.
Það þarf að efla með þjóðinni baráttuanda.
Það þarf að hvetja þjóðina til sáttfýsi.
Það þarf að rifja upp gömul og góð gildi.
Það þarf að lesa og syngja baráttusöngva þjóðskáldanna.
Það þarf að fjalla um fegurð landsins.
Það þarf að minna á fuglana og blómin.
Það þarf að sannfæra þjóðina um að sólin birtist innan skamms.
Það þarf að fara með málsháttinn sem segir að öll él stytti upp um síðir.
Það þarf.

Það þarf líka að hugsa öðruvísi.
Það þarf líka að vera reiður.
Það þarf líka að leita réttlætis.
Það þarf líka mótmæla.
Það þarf líka að vera raunsær.
Það þarf líka að takast á við raunveruleikann.
Það þarf líka að koma lögum yfir vitleysinga.
Það þarf líka að.......................................já.

Megi þjóðin þora að verja
það sem hennar fjöregg er.
Ofurstóra eiða að sverja
aldrei missa það frá sér.

Njótið dagsins, gott fólk.

27 mars, 2009

Afsakið.....

... sagði þjófurinn sem braust inn í íbúðina í Breiðholtinu, braut allt og bramlaði og stal öllu steini léttara. 
... sagði ofbeldismaðurinn sem hafði höfuðkúpubrotið fórnarlamb sitt.
... sagði sauðdrukkinn ökumaðurinn eftir að hann hafði ekið yfir heila fjölskyldu með þeim afleiðingum, að tveir náu sér aldrei.
... sagði kennarinn, þegar kom í ljós, að hann hafði kennt nemendum sínum að Ólafur Ragnar Grímsson væri fyrsti forseti Íslands.
... sagði nauðgarinn sem hafði eyðlagt líf 5 kvenna.
... sagði fíkniefnasalinn sem bar ábyrgð á því að hafa rústað lífi fjölda ungmenna.

A     F     S     A     K     I     Р

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...