13 október, 2009

Laugarás í dag


Það liggur við að Laugarásbúar þurfi að efna til fagnaðar í tilefni af atburðum dagsins. Lengi hefur verið beðið eftir göngustíg meðfram aðalgötunni. Í dag lauk þeirri bið í drynjandi vélagný. Meira að segja rjúpan spígsporaði sallaróleg um svæðið og samfagnaði okkur þessum meinlausu þorpurum.
Næst á dagskrá er væntanlega að skella mold milli vegar og göngustígs og einnig í vegkantinn á
móti, koma af stað grassprettu og slá síðan á tveggja vikna fresti allt sumarið.

Ég fagna þessu verki. Það ber að þakka það sem vel er gert.

Það kom mér nokkuð á óvart, að ekki skyldi vera drifið í því að lagfæra Skúlagötu, eins og ég hef áður nefnt. Á staðinn var kominn mikill vélafloti sem hefði lokið því verki snarlega, með viðunandi undirbúningi.

-<- span="">

Að öðru leyti setja öryggisráðstafanir mikinn svip á saklaust sveitaþorp þessa dagana. Maður þorir sig varla að hræra vegna myndavéla sem skrá hverja hreyfingu.

Verklegir lásar loka nýppsettum, öflugum hliðum.

Þjófavarnakerfi væla þegar smáfuglarnir koma of nálægt.

Skyldi sá tími koma, að efnt verði til þjálfunar í notkun skotvopna?


2 ummæli:

  1. Flottar myndir, gaman að sjá heimahagana á haustdögum. Jájá, "big brother" fylgist með hverri hreyfingu í Laugarási, spurning hvort úr verði raunveruleikaþættir, pabbi á allavega nóg myndefni :)

    SvaraEyða
  2. hahaha ég hlakka til að sjá slegið í Laugarási á 2 vikna fresti..trúi því þegar ég sé það verða að veruleika :)

    Flottar myndir samt að vanda !

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...