05 júlí, 2009

Hvar værum án góðra manna sem iðrast?

Gula kringlan, sem öllu lífi stýrir, er löngu risin, ef hún hefur þá nokkuð lagst til hvílu.
Fyrstu merki mannlífs á sunnudagsmorgni eru greinanleg í gegnum krónur trjánna.
Það er hljótt þar sem hljómsveitin lék frameftir í gærkvöldi.
Miðaldra menn sofa ekki frameftir þó ekki skorti á viljann til þess arna.
Við blasir enn einn dagur lífsins með Davíð.
Þeir eru alltaf svo uppörvandi, dagarnir með Davíð.
Davíð veit hvað hann syngur.
Davíð reif í sundur vélina og hann einn veit hvernig á að setja hana saman aftur.
Davíð hleypti hundunum út og hann veit hvernig á að ná þeim inn aftur og hann veit hvernig á að komast hjá því að borga fyrir skaðann sem þeir ollu.
Davíð veit að við stígum ekki í vitið og veit hvað við viljum heyra.
Kyndilberar hugsjóna Davíðs þenja strekkt raddböndin í þingsölum.
Davíð er maðurinn sem veit allt, skilur allt, umber allt, vonar allt og gerir allt.
Enginn er til á Íslandi sem hefur til að bera það sem Davíð ber á borð fyrir þjóðina.
Þjóðin hlustar á Davíð.
Þjóðin trúir á Davíð.
Bloggheimar loga þegar Davíð tjáir sig:

Gullkringlan hefur hækkað nokkuð á lofti.
Vætan sem féll til jarðar í nótt, hverfur smám saman af pallinum.
Sírenan er í fullum blóma. Ilmur hennar umlykur morgunkyrrðina.
Kaffibollinn bíður áfyllingar.
Best að ýta á 'publish post'

1 ummæli:

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...