Hér hefur bláminn verið allsráðandi að undanförnu.
Moggaumboðsmaðurinn í Laugarási birtist hjá gamla unglingnum þegar ég var þar staddur, og var að koma færandi hendi með nýjasta moggann til aflestrar. Eitthvað hef ég verið búinn að senda skýr skilboð um þau mál, því viðkomandi flýtti sér að fela moggann bak við sig - um stund.
Blátunnur hafa kallað á mikla athygli undanfarna daga. Það hefur frést af þeim á flugi um Bláskógabyggð og Grímsnes. Nú eru þær flestar komnar heim og standa stilltar á sínum stað, í það minnsta fram að næsta hvelli.
________________________________
Ég hef verið að dunda mér við að fara í gegnum gamlar myndir þessa helgina, en fátt er betur til þess fallið að opna manni sýn inn í þann raunveruleika að árin líða.
Ég læt hér fylgja dæmi um það. (liggur við að þessari uppgötvun fylgi lítilsháttar blámi hugans).
Svona var Kvistholt vorið 1984.
Svona var staðan sumarið 2008
Engin ummæli:
Skrifa ummæli