17 júní, 2009

Dagur hástemmdra ræðuhalda


Það þarf líka að halda ræður.
Það þarf að reyna að hjálpa týndri þjóð til að finna sig aftur.
Það þarf að búa til falleg orð og raða þeim svo saman með smekklegum hætti.
Það þarf að hvetja þjóðina til að gefast ekki upp.
Það þarf að efla með þjóðinni baráttuanda.
Það þarf að hvetja þjóðina til sáttfýsi.
Það þarf að rifja upp gömul og góð gildi.
Það þarf að lesa og syngja baráttusöngva þjóðskáldanna.
Það þarf að fjalla um fegurð landsins.
Það þarf að minna á fuglana og blómin.
Það þarf að sannfæra þjóðina um að sólin birtist innan skamms.
Það þarf að fara með málsháttinn sem segir að öll él stytti upp um síðir.
Það þarf.

Það þarf líka að hugsa öðruvísi.
Það þarf líka að vera reiður.
Það þarf líka að leita réttlætis.
Það þarf líka mótmæla.
Það þarf líka að vera raunsær.
Það þarf líka að takast á við raunveruleikann.
Það þarf líka að koma lögum yfir vitleysinga.
Það þarf líka að.......................................já.

Megi þjóðin þora að verja
það sem hennar fjöregg er.
Ofurstóra eiða að sverja
aldrei missa það frá sér.

Njótið dagsins, gott fólk.

1 ummæli:

  1. Akkúrat. Það þarf ...
    En hvað eru orð þegar aðgerðir eru oft í hrópandi mótsögn við fagurgalann?

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...