27 mars, 2009

Afsakið.....

... sagði þjófurinn sem braust inn í íbúðina í Breiðholtinu, braut allt og bramlaði og stal öllu steini léttara. 
... sagði ofbeldismaðurinn sem hafði höfuðkúpubrotið fórnarlamb sitt.
... sagði sauðdrukkinn ökumaðurinn eftir að hann hafði ekið yfir heila fjölskyldu með þeim afleiðingum, að tveir náu sér aldrei.
... sagði kennarinn, þegar kom í ljós, að hann hafði kennt nemendum sínum að Ólafur Ragnar Grímsson væri fyrsti forseti Íslands.
... sagði nauðgarinn sem hafði eyðlagt líf 5 kvenna.
... sagði fíkniefnasalinn sem bar ábyrgð á því að hafa rústað lífi fjölda ungmenna.

A     F     S     A     K     I     Р

2 ummæli:

  1. A F S A K I Ð

    Þægilega þjóðin mín
    þig nú bið ég forláts, væna.
    Það er ekki aðeins grín,
    elskulega þjóðin mín.
    Vorið kemur - kosningar
    kannski verður tæpt um sæti!
    Þægilega þjóðin mín,
    þig ég bið um eftirlæti.

    (Bloggskapur um afsökunarbeiðnir pólitíkusa)

    Hirðkveðillinn

    SvaraEyða
  2. Þetta er nú bara eitt af örfáum orðum sem virkilega borgar sig að kunna, þó maður meini ekkert með því :) Hef notað þetta margoft gegn betri vitund, og alltaf virkar það :)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...