Brúarfoss er nú eiginlega meira nokkurskonar flúðir, en hefur samt eitthvað við sig, enda stöðugur straumur fólks þangað uppeftir. Mögulega er hann ofmetinn sem stórfenglegt náttúrufyrirbæri, sem maður myndi ferðast milli landa til að sjá, en umgjörðin við aðstæður eins og við fengum að njóta, var afar aðlaðandi.
02 ágúst, 2021
Það sem maður ætlar sér
Brúarfoss er nú eiginlega meira nokkurskonar flúðir, en hefur samt eitthvað við sig, enda stöðugur straumur fólks þangað uppeftir. Mögulega er hann ofmetinn sem stórfenglegt náttúrufyrirbæri, sem maður myndi ferðast milli landa til að sjá, en umgjörðin við aðstæður eins og við fengum að njóta, var afar aðlaðandi.
06 júlí, 2021
Hinn (ó)fullkomni maður og hinn rétti/rangi foss
Draumurinn
Gangan
Efinn
Í þann mund er við vorum að leggja af stað bar að eldri mann, íslenskan, sem fór að spyrjast fyrir um Brúarfoss. Ég játaði auðvitað að ég hefði aldrei áður komið að þessum merka fossi. Hann kvað vera hálfa öld síðan hann sá hann síðast, taldi að hann væri nær núverandi brú yfir ána, sem sagt miklu neðar, kvaðst hafa verið að koma niður með ánni. Hann hafði sem sagt komið eftir stíg sem lá lengra uppeftir. Við ræddum þetta aðeins og þá rak ég augun í tréskilti sem á stóð Hlauptungufoss. Velti fyrir mér að það væri líklega einhver smá foss þarna ofar í ánni. Velti því svo ekki frekar fyrir mér og við fD héldum til baka.Uppljómunin
Ég veit ekki hvernig það þróaðist í undirmeðvitundinni, en smám saman sótti að mér efi. Það hafði ekki verið nein ör sem benti í einhverja átt á tréskiltinu. Hversvegna lá stígur lengra upp með ánni? Hversvegna voru kílómetrarnir tveir í gegnum birikjarrið svona stuttir? Gat það verið, að við hefðum bara aldrei komið að Brúarfossi? Ég reyndi auðvitað að kæfa þessar hugsanir af fremsta megni, en þær létu mig ekki í friði. Það var ekki fyrr en við vorum komin á bílastæðið þar sem sérann beið þolinmóður, að gengin vegalengd var skoðuð í símum. Hún reyndist vera 4 km, en ekki 7, eins og skiltið við upphaf göngunnar hafði sýnt. Þarna var okkur, sem sagt orðið ljóst, að við ættum enn eftir að ganga að Brúarfossi og gátum jafnframt fagnað því, að við hefðum enn tækifæri til að ganga þessa skemmtilegu leið, alla leið. Ættum enn eftir að upplifa Brúarfoss! Sannarlega hlakka ég til þeirrar göngu í bráð.Þakklætið
26 júní, 2021
Séra Egill Hallgrímsson
Í Skálholti 2016 |
Kórferð á erlenda grund 1998 |
Leiðin lá í Móseldalinn það sem vínviðurinn grær, schnitzel er borið á borð, og hvítvínið fyllir glösin.
Með Ólafíu á þorpshátíð í Laugarási 2002 |
Það síðasta sem við sáum af meginlandi Evrópu þennan dag var malbikið á flugvellinum nokkrir vöruvagnar og einmana miðaldavopn, vafið í pappír. Vopnið átti að vera hluti af farangrinum í vélinni sem var á norðurleið, til landsins nyrst í Atlantshafinu, þar sem skammdegið var að setjast að, en það fór hvergi. Hvar það er nú veit undirritaður ekki á þessari stundu.
Aldarafmæli Guðmundar Indriðasonar, maí 2015 |
Skálholtshátíð 2018 ásamt Jóni Sigurðssyni og Drífu Hjartardóttur |
16 júní, 2021
Ég hafði val (óður til eldri borgara) (3)
Siglingaleiðin, í sem stærstum dráttum. (var sennilega miklu flóknari en myndin sýnir) |
Það sem hér fer á eftir er framhald af þessu.
Ekki neita ég því, að ég hefði viljað að skokkararnir hlypu hraðar, en dáðist samt nokkuð að þeim fyrir að leggja þessi ósköp á sig.
Björgunarsveitarbáturinn þeysti áfram milli öldutoppanna beint inn í ískaldan norðanblásturinn. Hann fór reyndar ekki "milli" öldutappanna, heldur var meira eins og hann fleytti kerlingar frá einum þeirra til annars þannig, að þegar hann tók á loft af einum, þurfti ég að beita afli við að halda mér niðri (það loftaði samt milli rass og slöngu sem nam 20- 30 cm, líklegast, Þegar hann lenti síðan á næstu öldu þurfti ég að taka á öllu mín til að skoppa ekki af slöngunni eins og bolti eitthvert út í buskann, rétt áður en ég þurfti aftur að koma í veg fyrir að ég flygi upp í loft eins og flugeldur á gamlárskvöldi. Á ákveðnum tímapunkti fannst mér báturinn vera farinn að hiksta. Það skiptist á inngjöf og afsláttur, eins og skipstjórinn væri stöðugt að gefa inn og slá af.
Þarna er verið að tilkynna mér að ég skuli mæta að verðlaunapalli til að mynda sigurvegara. |
Þú ættir að færa höndina.
15 júní, 2021
Ég hafði val (óður til eldri borgara) (2)
Báturinn brunaði út á vatnið móti storminum og öldunum, en ölduhæð var hvorki meira né minna en 30-40 sentimetrar. Eftir tiltölulega stutta og rólega siglingu sló skipstjórinn af og biðin hófst - biðin eftir því, að forsvarsmenn (já ég sagði forsvarsmenn - enda finnst mér að orðið forsvarsmanneskja um fyrirbærið karl eða konu hreinlega ljótt, ekki síst vegna þess hve líkt það er orðinu sveskja, sbr. forsvarssveskja. Að nota orðið fólk, er ávísun á endalaus vandræði með að nota rétt fornafn í framhaldinu, eins og vel er þekkt úr rétttrúandi fjölmiðlum þessa lands) ræstu fyrsta hóp keppenda. Klukkan varð 11 og svo 5 mínútur yfir 11 og svo 10 mínútur yfir. Í gegnum linsuna sá ég forsvarsmennina standa uppi á heimasmíðuðu útiborði. Annar var augljóslega að fara yfir málin með keppendum og hinn hélt talsvert stóru spjaldi af einhverju tagi, fyrir framan sig. Annar var kennari og við vitum hver staðalmynd (einstaklega óaðlaðandi orðskrípi) kennara er, jú, einmitt: þeim finnst gaman að tala.
14 júní, 2021
Ég hafði val (óður til eldri borgara) (1)
Fyrir nokkrum dögum fékk ég skilaboð á Facebook frá fyrrum samstarfsfélaga til áratuga, Grímu Guðmundsdóttur, sem voru á þessa leið:
Fyrir þau ykkar sem ekki vita neitt um Gullsprettinn, þá eru þetta nokkurnveginn þær upplýsingar sem þarf:
Gullspretturinn er hlaup í kringum Laugarvatn sem fram fer þann 12. júní og hefst kl. 11 við gróðurhúsið niður við vatn. Uppselt er í hlaupið og ekki er lengur skráð á biðlista.
Vegalengd og leið: Hlaupið verður í kringum Laugarvatn yfir ár, mýrar, móa með frjálsri aðferð. Vegalengdin er ca. 8,5 km og drykkjarstöð verður við Útey eftir að Hólárós hefur verið vaðinn.Tímataka fer fram með flögum
Hámarksfjöldi þátttakenda er 300 manns í forskráningu. Eftir að hámarksfjölda er náð, þá verður hægt að skrá sig á biðlista.
Þátttökugjald er kr. 4.000. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála.
Keppt verður í karla og kvennaflokki.
Þátttakendum boðið upp á hverabrauð Erlu, Egils gull, Kókómjólk, Hleðslu og reyktan silung frá Útey að loknu hlaupi.
Til að forðast umferðaröngþveiti niður við vatn er þátttakendum bent á að leggja bílum sínum á malarvellinum sunnan við íþróttahúsið.
Gríma að sannfæra sjálfa sig um að mér sé treystandi til að fara með bátnum. |
"Treystirðu þér til að vera í bátnum?" spurði Gríma, sem stýrði þarna bara öllu, held ég.
Ef ég hefði haldið að umhyggja Grímu fyrir velferð minni næði ekki lengra, þá hefði það verið misskilningur. "Það er örugglega kalt á vatninu. Á ég ekki að finna hlýrri föt handa þér?
09 júní, 2021
Varla vansæmdarlaust
Unnið við að leggja símalínu - einhversstaðar |
Eins og tímanna táknum er nú varið, má með
sanni segja, að sími sé yfirleitt nauðsynlegastur af öllu nauðsynlegu, hvað alt
viðskiftalíf snertir. Kaupstaðirnir, þar sem þjettbýlið er þó svo mikið og verslun
og aðdrættir hægir, hafa talið sjer síma óhjákvæmilega. Sama er að segja um
sveitir og hjeruð, sem standa vel að vígi hvað verslun og aðdrætti snertir, að
þeir telja sjer á þessum tímum síman óhjákvæmilegann. Hvað mætti þá segja um
sveitir eins og Biskptungnahrepp, sem liggur í ca. 90 km. fjarlægð frá
aðalverslunarstað sínum Reykjavík, á þangað að sækja yfir einn hinn mesta
fjallveg, Hellisheiði, er stórvötnum lukt á alla vegu og auk þess sjálf víðáttu
mikil og veglaus. Hví ætti þá ekki sími að vera slíkri sveit beinlínis
lífskilyrði, til að spara ferðalög og ljetta öll viðskifti?
Allavega mjög gamalt símtæki |
Virðingarfyllst
Biskupstungnahreppi 24. mars, 1919
Eiríkur Þ. Stefánsson, Torfastöðum (bréfritari)
Þorsteinn Þórarinsson, Drumboddsstöðum
Bjarni Guðmundsson, Bóli
Jón Gunnlaugsson, Skálholti
Björn Bjarnarson, Brekku.
Eldri borgari kaupir skjávarpa (eftirmáli með Ali)
Þetta má heita framhald þessa . Eftir að ég hafði nú fengið krónurnar sem ég hafði greitt fyrir skjávarpann sem kom svo aldrei, sat ég uppi ...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...