Það þurfti talsvert sterk bein til að standa af sér þá orrahríð sem garðyrkjan varð fyrir á þeim tíma þegar gengi krónunnar var lágt og innflutt grænmeti, blóm og krydd, frá fjarlægum löndum fyllti hillur verslana. Auðvitað kom það síðan í ljós, hve mikilvægt það er fyrir þjóðina að vera sjálfri sér næg um þetta sem annað.
Það hefur talist til ákveðinnar sérvisku lengi vel að stunda lífræna ræktun hér á landi, alveg fram á síðustu ár, en nú er þessi tegund ræktunar talin sem enn ein viðbótin við framboðið innan hins svokallaða græna geira.
Það er langur tími liðinn frá því einu grænmetistegundirnar sem voru ræktaðar í íslenskum gróðurhúsum voru gúrkur og tómatar. Á síðustu áratugum hafa íslenskir garðyrkjubændur stöðugt verið að þreifa fyrir sér með nýjar tegundir til ræktunar.
Nýir handhafar hvatningarverðlauna garðyrkjunnar hafa verið þátttakendur og frumherjar í þróuninni sem hefur gert íslenska garðyrkju að einni af mikilvægustu atvinnugreinunum.
Ingólfur og Sigrún er sérvitringar að mörgu leyti - óforbetranlegir, að margra mati, en ef svoleiðis fólk væri ekki til staðar væri þetta allt fremur lágkúrulegt hjá okkur.
Enn ein rósin í hnappagat okkar Laugarásbúa.
Ingólfur hefur látið hafa það eftir sér að þau eigi þetta nú ekki skilið, en hvað veit hann um það?
Hamingjuóskir til Engilinga.