13 apríl, 2010

Þögn

Þögnin ræður ríkjum hjá tilteknum hópi manna hér fésbókinni í kjölfar þess sem ekki þarf að nefna, væntanlega. Þessi þögn æpir á mann og vekur óþægilegar spurningar um hvort nú sé verið að bíða eftir línunni.
Millileikur þessa hóps hefur verið sá, að grípa hálmstrá: krafa sett fram um að lítill ráðherra, sem fékk ekki að vera með þessum alvöru og eigi að segja af sér þingmennsku, um annan skrípó ráðherra, sem ekkert er að marka, sem var allsber meðan bankarnir voru að falla og góðu kallarnir voru á vaktinni.

Hvernig eigum við að taka á þessu?
Það getur ekki verið satt að þetta hafi verið svona!
Víst voru það bara útrásarvíkingarnir sem ollu þessu.
Víst er Steinhanna búin(n) að klúðra landstjórninni 'bigtæm'.
Víst hefur gamli góði flokkurinn minn einu réttu svörin til að bjarga okkur úr þessari stöðu.
Hver ætlar að segja mér hvaða skoðun ég á að hafa núna?
Kommon, einhver, plííís?

Það er þessi þögn sem veldur því, meðal annars, að það má efast um að við munum geta náð einhverri sæmilega skynsamlegri niðurstöðu með þetta þjóðfélag okkar. Meðan ekki örlar á viðurkenningu á því að ákveðin stefna í þjóðmálum hafi orðið til þess að svo fór sem fór, hvorki meðal forystumanna né áhangenda, verður fáu breytt, því miður.

Ég hef túlkað þessa þögn sem bið eftir einhverju. Hvað gerist meðan á þessari þögn stendur, ræður úrslitum um það hvernig gengur. Ef ekki er verið að bíða eftir línunni sem fylgja skal, þá er alltaf hægt að vona, að þögnin þýði að verið sé að hugsa sinn gang. Ef svo er, þá er von,

Ég vona að það sé von.

Ég biðst velvirðingar á slettum. Þær voru mér nokkuð þungbærar.

5 ummæli:

  1. Illugi Jökulsson stingur upp á umræðuvelli t.d. með stofnun útavrpsstöðvar þar sem almenn skynsemi og rödd fólksins fái rúm. Nokkuð skiptar skoðanir Snjáldurvina hans EN allir taka undir nauðsyn þessa og ýmsir bjóða fram hjálp sína ef hana megi nýta.

    SvaraEyða
  2. Það er lítil von á meðan fólk eins og við þegjum. Við erum þetta dæmigerða fólk sem á engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta ("big tæm") en höfum brjóstvit,reynslu, skynjun og skoðanir á því að það eigi að vinna fyrir þjóðina en ekki að skara eld að eigin köku séu menn kjörnir í ábyrgðarstöður til eflingar þjólífi og velferð landsmanna. - Hér kemur svo "Og hananú!" -

    SvaraEyða
  3. ÞjóÐlífi en ekki þjólífi :-)

    SvaraEyða
  4. Ég hef verið að vekla því fyrir mérm hver sá/sú ónefnd(i/a) hér fyrir ofna er. Grunar það, er væri gaman að fá staðfestingu.

    SvaraEyða
  5. Grunur hér með staðfestur...

    ... og ekki lýgur hirðkveðillinn

    H.Ág.
    (h.kv.)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...