08 apríl, 2010

Er kannski vitlaust gefið?

Ég hagnaðist ekkert á þessu láni frá bankanum sem ég á reyndar stærstan hlut í. Þetta lán var greitt inn á reikning hlutafélags sem er reyndar í minni eigu, til þess að greiða skuld við hlutafélag sem líka er í minni eigu. Það félag skuldaði reyndar öðru hlutafélagi sem ég á reyndar stóran hlut í, en það félag skuldaði bankanum, sem ég á reyndar einhvern hlut í. Þegar allt kemur til alls þá hefur þetta allt ekkert með mig að gera, hér er um að ræða viðskipti milli frjálsra félaga og allar þessar gerðir voru fullkomlega löglegar. Ég skulda engum neitt. Ég fæ aðeins greiddan arð af vel reknum hlutafélögum.

Það er einhvernveginn svona, eða ekki svona, sem snillingarnir eru búnir að tæma heilt bankakerfi og setja heila þjóð á hausinn.
Maður skyldi ætla að hin óhemju vönduðu (að því er virðist) hlutafélagalög hafi svörin við öllum þeim flækjum sem lagt hefur verið út í, en það er varla svo.
Þessari fyrstu grein hlutafélagalaga verður að breyta þannig að eigendur verði persónulega fjárhagslega ábyrgir fyrir gerðum félagsins, svo og eiginkonur/eiginmenn þeirra og önnur nánasta fjölskylda.
----------------
Það voru veitt lán til valinna manna og kvenna gegn veðum í hlutabréfum sem voru keypt fyrir lánin. Það voru ekki einstaklingar sem voru skráðir fyrir lánunum, heldur einkahlutafélög sem þeir/þær stofnuðu fyrir 500 þúsund kall. Einstaklingurinn sat ekki eftir með skuldina þegar allt fór á versta veg (hann tapaði bara 500 þúsund kallinum), heldur bara félagið, þar sem engar eignir var að finna þegar til átti að taka.

Þó ekki nenni ég að setja mig inn í allar þessar hlutafélagalagagreinar þá tel ég að þessum lögum verði að breyta þannig að ekki verði mögulegt að framkvæma svo brjálaðar fléttur sem raun ber vitni.

Ég vildi ekki leggja það á lesendur að birta meira úr hlutafélagalögum, en það sem hér fylgir. Þeir sem hafa verulegan áhuga á að kynna sér ósköpin geta fari hingað eða hingað.

Hlutafélagalög upp á heilar 163 greinar

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. 2.mgr. Hlutafélag merkir í lögum þessum félag þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins.


Einkahlutafélagalög upp á litlar 136 greinar.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Einkahlutafélag merkir félag samkvæmt lögum þessum þar sem enginn félagsmanna ber persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...