06 apríl, 2010

Vegtollar? Já, auðvitað.

Ég veit nú ekki hvar allir þeir, sem tekið hafa til við að tjá sig um hugmyndir um vegtolla, telja sig búa.
Vegatollar eiga að vera regla fremur en undantekning, rétt eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Auðvitað er það eðlilegt að þeir sem nota vegina greiði fyrir afnotin. Það er svo merkilegt að tvöföldum þeirra vega sem nú eru helst til umræðu, kostar einhvern slatta af peningum. Hvaðan skyldi það fé eiga að koma? Ekki trúi ég að menn haldi að ríkisstjórn Íslands bara búi það til.
Því miður hefur það ekki tíðkast, nema í algerum undantekningatilvikum, að fólki hafi verið gert að greiða fyrir notkun sína á þjóðvegakerfinu, eftir notkun.

Það er segin saga í þjóðmálaumræðu hérlendis, að fólk er oftast fylgjandi öllu því sem það telur horfa til framfara, er virðist með sama hætti, ekki vera tilbúið að greiða fyrir það. Hvað er réttlátara en að þeir sem njóta endurbóta á vegum út frá höfuðborginni taki mestan þátt í að greiða fyrir það?

Já, já, tvöföldum allar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu.
Já, já, hækkum atvinnuleysisbætur,
Já, já, stóraukum fé til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og félagsmálakerfisins.

Já, já, gerum helst allt fyrir þá sem til þess hafa unnið og eiga skilið. Látum svo bara ríkisstjórnina borga. Þetta er hvort sem er allt henni hennar prívat mál - að því er margir ótrúlega margir landsmenn virðast telja.

Þetta var losun dagsins.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...