04 apríl, 2010

Páskasól


Það er ekki laust við að maður sé skominn á það stig að óska þess að gula augað á himni taki sér hvíld um stund og víki þannig fyrir hlýjum sunnanvindum sem ná að vekja líf af vetrardvala. Mér liggur við að segja að það sé sólin sjálf sem er birtingarmynd páskahretsins hér sunnanlands. Vissulega má láta sig hafa það að fara út fyrir hússins dyr um hádaginn án þess að vera kappklæddur, en þar fyrir utan nær hitinn varla að skríða yfir úr frosti. Sem sagt, þessu má alveg fara að linna.


Ef manni tekst að líta framhjá því, að með sól á þessum árstíma fylgir oftast fremur svöl norðanátt, þá er sú gula hreint ekki alslæm. Hún hamast við að lofa því að vetrardrunginn hverfi brátt. Það er reyndar ekki hægt að segja að það hafa svo sem verið vetur yfirleitt.


Í tilefni af því að fD er nú farin til messu, sannarlega í trúarlegum tilgangi, sendi ég hér kveðju til lesenda, nær og fjær, til sjávar og sveita; kveðju sem flytur ósk þeim til handa um gleði og bjartsýni, sól í sinni og sumarsýn.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...