03 apríl, 2010

En fór ég þangað eftir allt saman?

Það er svona með þetta eldgos.
Það var kannski ekki vegna þess að ég skammaðist mín fyrir að segja frá því, að ég sagði frá því síðast, að ekki skyldi leið mín liggja á þær slóðir sem jörðin notar nú til að losa sig við angur sitt. Ástæðan er miklu nær því að vera sú, að til þess að koma því nægilega skýrt til skila til lesenda þyrfti ég að geta borið fram óvéfengjanlegar sannanir fyrir fyrir því að ég hefði verið á staðnum. Þær liggja nú fyrir og birtast sjónum ykkar hér fyrir neðan. Ég stóðst ekki mátið, eftir gengdarlausa áeggjan fjölmiðla og nágranna, að sitja bara einn eftir, hafandi ekki farið að sjá gosið.
Ferðin var farin í fyrradag og leiðin lá upp á Mýrdalsjökul og þaðan niður að gossvæðinu. Ýmsir aðrir voru með í för, en ég ætla ekkert að greina nánar frá því hverjir það voru, né heldur hvernig farartæki flutti mig þarna upp eftir. Miklu meira máli skiptir sú óraunverulega reynsla sem ég varð fyrir.
Á myndinni, sem að stærstum hluta var tekin af Hverstúnsbóndanum, er ég að ná mér í sýni af nýgosnu gosefni, sem nú prýðir stofuhillu í Kvistholti. Þarna var nokkuð heitt eins og glöggt má sjá. Ástæða þess að ég er þarna umlukinn gráleitum reyk er sú, að gúmmíið í skónum mínum var farið að bráðna svo um munaði. En hraunmolanum náði ég.

... eða ekki

2 ummæli:

  1. Djöfulsins geðveiki er þetta!! :) he he he

    SvaraEyða
  2. Ég hef alltaf fundid thad á mér ad thú ert mikill áhættumadur ;o)

    SvaraEyða

Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)

Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...