Það er einbeitt ákvörðun mín að fara ekki að þvælast austur á bóginn til að komast í návígi við yfirstandandi eldos. Það stafar nú ekki endilega af áhugaleysi mínu þegar eldgos eru annars vegar, heldur eitthvað meira í nágrenni við það að ég nenni ekki að leggja á mig allt sem slíkri ferð myndi fylgja. Þar að auki upplifði ég Skjólkvíagosið 1970 og veit því hvernig upplifunin er af því að sjá glóandi kvikuna hendast upp í loft og fylgjast með hraunkantinum skríða óstöðvandi þá vegalengd sem honum er ætlað að fara, með tilheyrandi hljóðum.


__________________
Rjúpan situr kyrr á sama stað og kúrir sig í afslöppun fyrir framan útidyrnar í Kvistholti, þess fullviss um að þaðan berst engin skothríð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli