Þar var komið sögu síðast, að við sexmenningarnir stóðum frammi fyrir því að taka einhvers konar ákvörðun og hún gat skipt sköpum um það hvort lent yrði á Íslandi á þessu mánudagssíðdegi. Þarna lá það fyrir að ef RER B lestar kæmu ekki með tveggja mínútna millibili, nánast umsvifalaust, myndum við fjögur sem hugðumst hefja okkur til flugs kl 12:15 ekki fá þá ósk okkar uppfyllta. Þau tvö sem stefndu á vængjum málmfuglsins til höfuðborgar herraþjóðarinnar fyrrverandi áttu ekki flug fyrr en löngu síðar um daginn, svo þau þurftu ekki að svitna jafn mikið. Þau fengu þó að kenna á því síðar, eins og ég mun greina frá í nokkrum orðum síðar.
Mannhafið í iðrum Parísar reyndist stærri biti en sú Þorvaldsdætranna sem er komin á sjötugsaldur gat kyngt og því kvað hún, skýrt og skilmerkilegu upp úr með eftirfarandi:
Efi okkar hinna var orðinn það mikill á þessum tímapunkti, að þessi afdráttarlausa yfirlýsing reyndist dropinn sem fyllti mælinn eða stráið sem hryggbraut kameldýrið. Það brást enginn við yfirlýsingunni með orðum, augnaráð ferðafélaganna sagði allt sem segja þurfti. Teningnum var kastað: það yrði tekinn leigubíll. Á þeirri niðurstöðu voru þó tveir hængar:"Við tökum leigubíl!"
1. Af þeim þúsundum manna sem þarna voru staddir í neðanjarðarhvelfingum mátti reikna með að, að minnsta kosti 5% tækju svipaða ákvörðun á svipuðum tíma.
2. Við höfðum verið vöruð við að taka leigubíl í París þar sem þar væri að finna tvenns konar leigubíla, sem útilokað var að greina í sundur:
a. leigubíla sem voru opinberlega viðurkenndir.
b. leigubíla sem voru ekki opinberlaga viðurkenndir og gátu átt það til að fara krókaleiðir með túrista til að krækja sér í meira pening - og sem fólu í sér ýmsar aðrar hættur sem sakleysingjar geta lent í á ókunnum slóðum.
Hvað sem þessu leið hafði ákvörðun verið tekin og ferðin upp á yfirborðið hófst, upp hvern rúllustigann á fætur öðrum (guði sé lof fyrir rúllustiga, ekki síst vegna farangursins sem var síst til þess fallinn að létta þessa reynslu).
"Upp upp mín sál og allt mitt geð,
upp minn skrokkur og taska með".
Eftir því sem ofar dró, þar sem við létum leiðast áfram af skiltum með áletruninni SORTIE, sem við þekkjum betur sem EXIT, fjölgaði skiltum sem greindu frá því að við værum á leiðinni á stað þar sem væri að finna leigubíla - TAXI. Það er ekki ástæða til að eyða fleiri orðum að uppstigninguna og þar kom að við vorum komin á jarðahæð, sem sjá mátti af því, að þar voru gluggar og fyrir utan fólk og bílar. Þangað var nú stefnt.
Fyrir utan Gare du Nord lestarstöðina þurfti að átta sig á aðstæðum, eftir að hafa dvalið langdvölum neðanjarðar. Þarna kom í ljós gata og eftir henni óku bílar. Fyrstu viðbrögð mín voru að ég tldi mig geta reiknað með, að miðað við það að það er hægri umferð í Frakklandi, myndu leigubílarnir vera til taks þeim megin götunnar sem var nær stöðinni, þannig að ekki þyrfti að fara yfir götuna til að ná þeim. Eftir því sem umhverfið skýrðist þá kom í ljós að gatan var einstefnugata og þeir leigubílar sem þarna fóru hjá tóku upp farþega hinumegin götunnar.
Eins og áður hefur verið minnst á þá lenti fD í hremmingum þar sem hún var á ákveðnum tímapunkti síðust til að fara í gegnum hlið með lestarmiðanum sínum. Þá stóð hún eftir ein á ókunnri strönd og menn geta rétt ímyndað sér hvers konar hugarangur það hafði í för með sér. Reynslan af hliðinu varð síðar til þess að hún var næstum farin ein af stað með lest sem við áttum ekki að taka.
Nú vorum við komin þar sem leigubílar beinlínis sáust taka farþega upp í. Þetta sá fD einnig og það var eins og við manninn mælt, hún tók forystuna og skeiðaði yfir götuna. Þar beið hópur manna í skipulegri röð, upp undir 100 manns, eftir því að komast í leigubíl. Leigubílarnir áttu hinsvegar ekkert sérlega oft leið þarna hjá, svo það virtist ljóst, að biðin gæti orðið löng. Þarna kom fD í fararbroddi að röðinni framanverðri í þann mund er leigubíll nam staðar og bílstjórinn, á áttræðisaldri, steig út, gekk rakleiðis að tösku fD og skellti henni í skottið.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa svipnum á fólkinu sem þarna beið stillt og prútt í röðinni. Ég sá rétt í svip svipi undrunar, hneykslunar og fyrirlitningar sem skullu á bakin á fD þar sem hún stóð töskulaus við leigubílinn. Við hin komum í humátt á eftir, en bílstjórinn hafði ekkert gert ráð fyrir að fleiri en fD væru á ferð. Ég gaf mig hinsvegar fram með stóru ferðatöskuna, sem fór einnig í skottið. Þangað fór einnig taska fS. Þar með lokaði bílstjórinn skottinu og opnaði afturdyrnar fyrir dömunum, eins og sannur sjentilmaður. Ég fór hinsvegar götumegin að bílnum og opnaði framdyrnar. Sætið var sneisafullt af einhverjum pappírum og dóti frá bíleigandanum, enda var hann fljótur að beina því til mín að fara aftur í. Viðbrögð mín við því voru að benda honum á að við, sem með honum ætluðum, værum fjögur, en ekki þrjú. Þar með vék ánægja bílstjórans með að fá svona góðan túr. Hann snaraði sér inn í bílinn og tók í snarhasti samn staflann af pappírum og dóti úr framsætinu og skellti í einn haug á gólfið fyrir framan bílstjórasætið. Ein ferðataskan hafði ekki farið í skottið, enda bílstjórinn nú með hugann við annað en gera farþegunum gott.
Öll þessi aðgerð var talsvert streituvaldandi, þar ssem það var afskaplega mikilvægt að við kæmumst að stað áður en einhver þeirra sem stóð með reiði og hneykslunarsvip í biðröðinni léti verða af því að mótmæla, með einhverjum aðgerðum, frekjunni og óskammfeilninni sem þarna hafði birst þeim í uppítöku fD og okkar hinna. Okkur lá því á að komast af stað og fD, fS og hR skelltu sér inn í aftursætið með töskuna, sem ekki hafði farið í farangursgeymsluna í fanginu. Ég settist í framsætið, sem bílstjórinn hafði, af lítilli elskusemi, fjarlægt persónulegar eigur sínar úr.
Það var ekið af stað eftir götum Parísar, og léttirinn var meiri en orð fá lýst, en samt var einn efi eftir: var þetta viðurkenndur bíll eða gullgrafarabíll? Ég get svo sem ekki fullyrt neitt um það, en ferðin á flugvöllinn, sem tók um 40 mínútur var slysalaus og bílstjórinn sinnti sinni vinnu eins og hægt var að ætlast til. Við renndum upp að Terminal 3 um klukkustund fyrir áætlað flugtak og léttirinn var svo mikill og þakklætið í garð leigubílstjórans að hafa, í einhverjum skilningi, bjargað okkur úr fyrirsjáanlegum hremmingum, að við bættum 5 evrum við uppgefið fargjald. Eftir að úr bílnum var komið tók við þetta sem fólk gerir á flugvöllum og síðan flug í NNV þar sem við lentum næstum hálftíma á undan áætlun.
Við fréttum það síðar að RER B lestin hafi farið að ganga á ný í þann mund sem VÁvélin okkar lyfti hjólum af flugbrutinni á CDG. Ákvörðunin um leigubílaferðina öðlaðist þar með sess meðal góðra ákvarðana.
Af þeim tveim sem eftir voru, og sem stóðu ein eftir til að fást við ógnandi biðröðina og sem varla tókst að kasta kveðju á í leigubílshasarnum, er það að segja að þeirra beið æsilegur dagur, fullur af hættum þar sem þau, meðal annars, lentu nánast í slagsmálum þegar þau ætluðu að freista þess þess að komast í strætisvagn, og seinna í margvíslegri tvísýnu í tengslum við flug sitt til Kastrup flugvallar. Það er ekki mitt að greina frá öllu því sem þar bærðist í brjósti, en ég er meira en tilbúinn að flytja þá frásögn þeirra inn á þetta svæði og leyfi mér reyndar að beina þeim eindregnu tilmælum til þeirra fA og hA að setja saman góðan pistil og senda mér.
Fyrir utan Gare du Nord lestarstöðina þurfti að átta sig á aðstæðum, eftir að hafa dvalið langdvölum neðanjarðar. Þarna kom í ljós gata og eftir henni óku bílar. Fyrstu viðbrögð mín voru að ég tldi mig geta reiknað með, að miðað við það að það er hægri umferð í Frakklandi, myndu leigubílarnir vera til taks þeim megin götunnar sem var nær stöðinni, þannig að ekki þyrfti að fara yfir götuna til að ná þeim. Eftir því sem umhverfið skýrðist þá kom í ljós að gatan var einstefnugata og þeir leigubílar sem þarna fóru hjá tóku upp farþega hinumegin götunnar.
Eins og áður hefur verið minnst á þá lenti fD í hremmingum þar sem hún var á ákveðnum tímapunkti síðust til að fara í gegnum hlið með lestarmiðanum sínum. Þá stóð hún eftir ein á ókunnri strönd og menn geta rétt ímyndað sér hvers konar hugarangur það hafði í för með sér. Reynslan af hliðinu varð síðar til þess að hún var næstum farin ein af stað með lest sem við áttum ekki að taka.
Nú vorum við komin þar sem leigubílar beinlínis sáust taka farþega upp í. Þetta sá fD einnig og það var eins og við manninn mælt, hún tók forystuna og skeiðaði yfir götuna. Þar beið hópur manna í skipulegri röð, upp undir 100 manns, eftir því að komast í leigubíl. Leigubílarnir áttu hinsvegar ekkert sérlega oft leið þarna hjá, svo það virtist ljóst, að biðin gæti orðið löng. Þarna kom fD í fararbroddi að röðinni framanverðri í þann mund er leigubíll nam staðar og bílstjórinn, á áttræðisaldri, steig út, gekk rakleiðis að tösku fD og skellti henni í skottið.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa svipnum á fólkinu sem þarna beið stillt og prútt í röðinni. Ég sá rétt í svip svipi undrunar, hneykslunar og fyrirlitningar sem skullu á bakin á fD þar sem hún stóð töskulaus við leigubílinn. Við hin komum í humátt á eftir, en bílstjórinn hafði ekkert gert ráð fyrir að fleiri en fD væru á ferð. Ég gaf mig hinsvegar fram með stóru ferðatöskuna, sem fór einnig í skottið. Þangað fór einnig taska fS. Þar með lokaði bílstjórinn skottinu og opnaði afturdyrnar fyrir dömunum, eins og sannur sjentilmaður. Ég fór hinsvegar götumegin að bílnum og opnaði framdyrnar. Sætið var sneisafullt af einhverjum pappírum og dóti frá bíleigandanum, enda var hann fljótur að beina því til mín að fara aftur í. Viðbrögð mín við því voru að benda honum á að við, sem með honum ætluðum, værum fjögur, en ekki þrjú. Þar með vék ánægja bílstjórans með að fá svona góðan túr. Hann snaraði sér inn í bílinn og tók í snarhasti samn staflann af pappírum og dóti úr framsætinu og skellti í einn haug á gólfið fyrir framan bílstjórasætið. Ein ferðataskan hafði ekki farið í skottið, enda bílstjórinn nú með hugann við annað en gera farþegunum gott.
Öll þessi aðgerð var talsvert streituvaldandi, þar ssem það var afskaplega mikilvægt að við kæmumst að stað áður en einhver þeirra sem stóð með reiði og hneykslunarsvip í biðröðinni léti verða af því að mótmæla, með einhverjum aðgerðum, frekjunni og óskammfeilninni sem þarna hafði birst þeim í uppítöku fD og okkar hinna. Okkur lá því á að komast af stað og fD, fS og hR skelltu sér inn í aftursætið með töskuna, sem ekki hafði farið í farangursgeymsluna í fanginu. Ég settist í framsætið, sem bílstjórinn hafði, af lítilli elskusemi, fjarlægt persónulegar eigur sínar úr.
Það var ekið af stað eftir götum Parísar, og léttirinn var meiri en orð fá lýst, en samt var einn efi eftir: var þetta viðurkenndur bíll eða gullgrafarabíll? Ég get svo sem ekki fullyrt neitt um það, en ferðin á flugvöllinn, sem tók um 40 mínútur var slysalaus og bílstjórinn sinnti sinni vinnu eins og hægt var að ætlast til. Við renndum upp að Terminal 3 um klukkustund fyrir áætlað flugtak og léttirinn var svo mikill og þakklætið í garð leigubílstjórans að hafa, í einhverjum skilningi, bjargað okkur úr fyrirsjáanlegum hremmingum, að við bættum 5 evrum við uppgefið fargjald. Eftir að úr bílnum var komið tók við þetta sem fólk gerir á flugvöllum og síðan flug í NNV þar sem við lentum næstum hálftíma á undan áætlun.
Við fréttum það síðar að RER B lestin hafi farið að ganga á ný í þann mund sem VÁvélin okkar lyfti hjólum af flugbrutinni á CDG. Ákvörðunin um leigubílaferðina öðlaðist þar með sess meðal góðra ákvarðana.
Af þeim tveim sem eftir voru, og sem stóðu ein eftir til að fást við ógnandi biðröðina og sem varla tókst að kasta kveðju á í leigubílshasarnum, er það að segja að þeirra beið æsilegur dagur, fullur af hættum þar sem þau, meðal annars, lentu nánast í slagsmálum þegar þau ætluðu að freista þess þess að komast í strætisvagn, og seinna í margvíslegri tvísýnu í tengslum við flug sitt til Kastrup flugvallar. Það er ekki mitt að greina frá öllu því sem þar bærðist í brjósti, en ég er meira en tilbúinn að flytja þá frásögn þeirra inn á þetta svæði og leyfi mér reyndar að beina þeim eindregnu tilmælum til þeirra fA og hA að setja saman góðan pistil og senda mér.
----------------------------------------
Í minningu Pöllu
Hún hefði viljað taka þátt í þessari Parísarferð.
Hver veit nema svo hafi verið?