Það var mánudagmorgunn í París. Íbúðin okkar ferðafélaganna á Boulevard Montparnasse nr. 167 taldist vera orðin í viðunandi ástandi og allt okkar hafurtask komið í töskurnar. Það var komið að heimferð eftir afskaplega góða, en stutta og erfiða helgarferð. Framundan var að rölta 50 metrana út á lestarstöðina Port-Royal (merkt A), taka þar RER B lestina, sem síðan átti að flytja okkur út á Charles de Gaulle flugvöllinn (merkt E). Við vorum tímanlega í því, mætt á lestarstöðina kl. 8:45 til að við yrðum örugglega komin út á flugvöll þegar innritun skyldi hefjast kl. 10:15. Í þeim sex manna hópi sem þarna var um að ræða, var fólk sem á erfitt með að þola mikla óvissu, eins og margoft sýndi sig í skoðunarferðum helgarinnar, samanber það að algengasta spurningin var: "Hvað er svo planið?", jafnvel þegar það var ekkert plan. Þá var í hópnum aðeins einn sem bar skynbragð á það hvernig svona lestakerfi virka, og hafði ávallt við höndina bók með kortinu sem er hér til vinstri. Honum tókst ávallt, utan einu sinni að sjá til þess að hópurinn fyndi réttu lestina, en í þetta eina skipti var honum vorkunn, þar sem sú ferð var farin eftir langan og erfiðan dag, auk lítilsháttar smökkunar á rauðu Bordaux. Á þessum morgni hafði hann pakkað kortabókinni niður með öðrum farangri, enda ekki um að ræða nema eina, einfalda lestarferð frá A (Port-Royal) til E (Charles de Gaulle) (bláa línan á kortinu).
Allt klárt, hópurinn kominn með miðana sína, sem voru keyptir í sjálfsalanum á Port-Royal. Þá var bara að renna miðunum í gegnum raufina á hliðinu inn í stöðina og bíða eftir lestinni. fD átti ekki í góðu sambandi við þessi hlið í ferðinni, sem orsakaðist af því, að eitt hliðið, snemma í ferðinni, hleypti henni ekki í gegn, en þá vildi svo illa til að hún var síðust til að beita miðanum og allir ferðafélagarnir komnir heilu og höldnu i gegn. Það má ímynda sér þá skelfingu að vera ein eftir á einhverri lestarstöð djúpt í iðrum Parísar. Auðvitað komst hún í gegn með hjálp góðra manna, en eftir þetta gerði hún ávallt þá skýlausu kröfu að vera meðal þeirra fyrstu úr hópnum til að fara í gegnum svona hlið, en ávallt bar allt fas hennar með sér nístandi kvíðann áður en miðinn fór í raufina og síðan ódulinn léttinn þegar hliðið hleypti henni í gegn.
Jæja, þá ætti allur bakgrunnur þess sem framundan var að vera klár. Hópurinn var klár, miðarnir keyptir, hver með sína tösku, fólkið farið að rifja upp gönguferðina sem beið, frá lestarstöðinni á flugvellinum út í Terminal 3 - það átti ekkert að geta klikka, enda hefði ástandið í hópnum verið talsvert þungbúið, ef einhverjir endar væru óhnýttir.
Miðunum var rennt í raufarnar á hliðunum í Port-Royal, og fD var meðal þeira fyrstu í gegn. Allir kátir. Fljótlega sáum við hvar lestin stóð við pallinn og því tókum við til fótanna til að missa ekki af henni. Opnar lestardyrnar buðu okkur velkomin og þear inn var komi var talið upp að sex. Allt pottþétt.
Ekki ætla ég að hafa orð á þeirri atburðarás sem fór gang í kjölfarið, fyrr en í næsta þætti þessarar frásagnar.
stey tjúnd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli