16 júlí, 2009

Svikarar, landráðmenn, hommar/lesbíur, pólitísk sjálfsmorð

Í dag gleðst þjóðin og syrgir. Fésbók og bloggheimar loga í stóryrðum sem eiga lítið skylt við vitiræna umræðu. Það er engu líkara en blessuð þjóðin, meira og minna, haldi að nú sé búið að ákveða að ganga í ESB. Ef svo er, þá veit ég ekki hvort þeirri sömu þjóð er treystandi til að taka málefnalega afstöðu til samningstillögu sem hún mun taka afstöðu til í fyllingu tímans.
Mér virðist eins og þeir sem tjá sig hvað mest, og þá yfirleitt gegn því að það verði einu sinni kannað hvort þetta Evrópusamband er yfirleitt eitthvað sem gæti hentað okkur, tjái sig með einstaklega ómálaefnalegum hætti þennan daginn, eins og lesa má út úr fyrirsögninni hér að ofan.

Þessi umræða um inngöngu í ESB er búin að vera í gangi afskaplega lengi og fyllilega kominn tími til að sótt verði um inngöngu og séð hvað kemur út úr því. Ef það er óásættanlegt, þá er ekkert annað að gera en hafna því. Ég fæ ekki sé að að það sé innistæða, á þessu stigi, fyrir öllum upphrópununum sem spýtast nú framan í mann ef maður vogar sér að opna netheima.

Það verður að fá svar svo maður þurfi ekki lengur að hlusta á hávaðann á báða bóga án þess að taka neina vitræna afstöðu til þessara mála. Það er fullt af fólki sem telur sig vita fullkomlega, Á BÁÐA BÓGA, hvað bíður okkar innan ESB. Hverju erum við svo sem nær með slíka umræðu og ekkert annað?

Upphrópanirnar hleypa í mig illu blóði, hvað sem öðru líður - ég er orðinn hundleiður á þessu bévítans karpi.

13 júlí, 2009

Undir vökulu auga Bárðar




Það kom að því að Kvisthyltingar leyfðu sér að fara í það, sem kalla má sumarleyfisferð að hætti nútíma Íslendinga. Íslensk sumarleyfisferð á sér ekki lengur stað í fjarlægum löndum, heldur heima við, með það að markmiði að kynnast betur sjálfum sér og fegurð landsins sem ól þig (þetta var ekki einu sinni væmið). Nú sökkvum við okkur ofan í pælingar um það, hver við erum og hvaðan við komum.


Ferð þessi var farin í félagi við fellihýsiseigendurna Siggu og Ingólf, en við snöruðum fína, rauða braggatjaldinu okkar, sem bar þess merki að það hefði verið notað síðast í hellidembu í Ásbyrgi árið 2000, inn í bíl. (Það mun hafa verið þá, eða aðeins fyrr, sem ákvörðun var tekin af minni hálfu um að slíkar ferðir skyldu heyra sögunni til.)

Áfangastaðurinn, þ.e. staðurinn þar sem tjaldinu var slegið upp af stórfenglegri kunnáttu, eða hitt þó heldur, var Arnarstapi á Snæfellsnesi, þar sem Bárður Snæfellsáss birtist í einhverri mynd á hverri þúfu, íslensk landnámshænsni vappa í kringum tjaldið og tína upp það sem fellur af borðum tjaldgesta og óþreytandi kríur vita varla hvað það er að slappa nú af smástund.
Þarna var foruppblásin vindsængin aluppblásin og allt gekk sinn gang, eins og gerist oftast þegar um er að ræða svona útileguferðir.

Eftir bara þolanlega góðan nætursvefn (hefði mátt vera hlýrra á tánum) tók við mikill skoðunarleiðangur um þjóðgarðinn sem þarna hefur verið fenginn staður. Þetta var hin ágætasta ferð með viðkomu á stöðum eins og Hellnum, Bárðarlaug, Laugarbakka, Djúpalónssandi, Lóndröngum, rótum Jökulsins, Skarðsvík, Öndverðarnesi, Gufuskálum, Hellissandi, Rifi,
Ólafsvík, Fróðárheiði (Jökulháls var lokaður allri umferð), Búðum (þar var 2007 brúðkaup í gangi) og Sönghelli.
Seinni tjaldnóttin var miklu betri og ég er nánast kominn á þá skoðun, að það geti verið óvitlaust að fara í fleiri ferðir af þessu tagi, svei mér þó.
Sunnudagurinn fór að stórum hluta í að aka undir sólabakstri, heim á leið með vikomu í brunarústunum á Þingvöllum. ég hef frekar blendnar skoðanir þegar að því kemur að gera upp við mig hvað ég tel að þar skuli gerast næst. Tvennt togast á: a. þarna verið byggt aftur hótel með veitingaþjónustu í nútímalegum stíl, þar sem byggingin hverfur inn í umhverfið, eða b. hreint ekkert verði byggt þarna aftur. Ef það verður byggt á Þingvöllum hús til þessara nota, þá verði því fyrir komið fyrir utan kjarnasvæðið.
Alltaf ömurlegt að sjá svona eyðileggingu.
Haldið var til heilmikillar ferðar
og heldur betur tekið á því fast.
Ekið var um unaðsríki Bárðar
og engu sleppt af nesinu vestast..

MYNDIR hér og hér

08 júlí, 2009

Annar blær (2)

Með því að setja 2 í sviga er ég að vísa til færslu með sama nafni frá 20. apríl á síðasta ári. Þessa færslu skildu lesendur ekki, eins og sjá má af þeim athugasemdum sem skráðar voru. Of djúpt, enda ætlaðist ég til þess að það þyrfti töluvert innsæi til að skilja hvað um var að ræða.

Ástæða þess að ég vísa til þessarar færslu, sem er ríflega ársgömul er, að nú mun vera samskonar staða uppi og þá var. Munurinn er sá að nú hafa birst á opinberum vettvangi upplýsingar um hver staðan er, en það var ekki þá og því þörf á að vera dulúðugur í orðavali.

Nú eins og þá hefjast vangaveltur um hvernig þetta fari nú allt saman þó svo mestar líkur séu á að allt fari eins og best verður á kosið. Áhyggjurnar beinast væntanlega fyrst og fremst að gerendunum, sem nú sjá fram á að lífið breytist umtalsvert, sbr. 'It's the end of the world as we know it...'.

Jamm - lífið breytist í grundvallaratriðum, dýptin eykst og litunum fjölgar. Það gefst færi á að gleðjast yfir öðrum hlutum með allt öðrum hætti. Það þarf að fórna, en fórnirnar þær gefa margfaldan arð. Það þarf að forgangsraða með öðrum hætti, en samt er í rauninni rúm fyrir allt.

Þetta er það sem allt snýst í rauninni um, er það ekki?

--------------------------
--------------------------

Heimsókn til gamla unglingsins í dag fór í að ræða kveðskap. Ég þóttist þekkja stuðla, höfuðstafi og rím, ásamt hákveðum og lágkveðum og öllu þessu sem til heyrir. Jafnframt gat ég þess, að ég treysti mér vel til að sjá hvaða vísa væri rétt kveðin. Hinsvegar sagði ég sem satt er (eins og segja má um Jóhönnu og Steingrím þessa mánuðina): Það er auðveldara um að tala en í að komast.
Hvað um það. Ég er nokkuð lélegur til gangs þessa mánuðina og er yfirleitt hálf haltrandi þegar ég kem í heimsóknirnar. Þessari lauk þannig að sá gamli sagði mér að klára þessa fyrstu línu fyrir morgundaginn:

Illt er að ganga' á einni löpp..................

Eins og vant er, kostaði þessi áskorun mikil heilabrot og þótti mér það ekki góð tilhugsun, að standast hana ekki.
Ég endaði á þessu og er ekki fyllilega ánægður:

Illt er að ganga' á einni löpp,
allt er skakkt og bogið.
Verkir hrjá mig, von er slöpp,
ég vildi' ég gæti flogið.

07 júlí, 2009

Eftir heimsókn til gamla unglingsins

Rætt var hvað einkennir íbúa hinna ýmsu landshluta, svona eins og gengur. Í tengslum við þetta stóð eftirfarandi upp úr þeim gamla:

Sunnlendingar segja mest
og svíkja flest.
Vestfirðingar vita mest
og vilja verst.
Norðlendingar ríða mest
og raupa flest.
Austfirðingar eiga mest
og una verst.

(veit einhver eftir hvern þetta er?)

Umræðan snérist einnig, eins og svo oft áður, um stöðu mála á okkar góða landi og ekki var það allt á bjartsýnustu nótunum.
Sá gamli á fyrstu línuna:

Allt fer nú til andskotans
engu' er hægt að bjarga.
Hrollvekjandi Hrunadans
hræðir bankavarga.



06 júlí, 2009

Tenoraler Schmelz - það held ég nú


GALA : Die vier Tenöre von Rheinsberg
Oper im ausverkauften Schlosshof
RHEINSBERG - Dieser erste Rheinsberger Operngala-Abend der Saison war so recht nach dem Geschmack des Publikums im ausverkauften Schlosshof. Ein lauer
Sommerabend, die untergehende Sonne färbte den Himmel über dem See rot, die Schwalben sorgten für Begleitmusik. Doch auch wenn sie noch so aufgeregt zwitschernd hin und her flatterten, gegen die Stimmen der jungen Sänger waren sie letztlich chancenlos. Denn die Kammeroper Schloss Rheinsberg präsentiert in diesem Sommer offensichtlich einen überaus guten Jahrgang.Davon zeigte sich auch die zahlreich erschienene Politprominenz – Bundesfinanzminister Peer Steinbrück, Berlins Innensenator Ehrhart Körting und Brandenburgs Ministerpräsident a. D. Manfred Stolpe – sehr angetan.
Egill Arni Palsson eröffnete den Abend dann auch gleich mit viel tenoralem Schmelz. Gyu Mannheim empfahl sich mit der Arie des Siegmund aus der „Walküre“ als aufstrebender Wagner-Tenor, Fritz Feilhaber gestaltete eindrucksvoll die Arie des Max aus Webers „Freischütz“ und schließlich machte Mikolaj Adamczak mit der Arie des Lenski aus „Eugen Onegin“ Lust auf Tschaikowskys Oper, die das Festival im August im Heckentheater bietet.Welches Opernhaus kann gleich mit vier Tenören von solcher Güte aufwarten? Doch damit nicht genug. Wiktor Schewtschenko riss das Publikum mit seinem fulminanten, kernigen Bass zu wahren Beifallsstürmen hin. Dieser starken Männer-Riege hatten die Damen mindestens gleichwertiges entgegenzusetzen. Ksenija Mamedowa überzeugte mit strahlendem Sopran und Katrin Adel empfahl sich erneut für das hochdramatische Fach. Überhaupt war es ein Abend der großen Stimmen, was bei Erdas Warnung „Weiche Wotan, weiche“ aus Wagners „Rheingold“ – gesungen von der Altistin Evelyn Hauck – besonders deutlich wurde.
Bewegend und klangschön sang Sayaka Shigeshima die Romanze der Mignon aus der gleichnamigen Oper von Ambroise Thomas. Seit einigen Jahren leistet sich das Festival ein Mobiles Konzertensemble, drei Musen, die auf Tour gehen, in diesem Sommer die Satyrspiele im Schlosshof mitgestalten und natürlich auch in der Gala nicht fehlen durften. Norma Nahoun, Natalie Perez und Tanja Simic Queiroz gestalten hinreißend das Kartenterzett aus Bizets „Carmen“. Mit höchsten Tönen brillierten schließlich die Sopranistinnen Lucia Kim und Alexandra Büchel.
Bei so vielen Tenören liegt es nahe, das Gala-Programm mit „Libiamo“, aus Verdis „La Traviata“ zu beenden und die Stimmung noch einmal anzuheizen. Das Konzept ging natürlich auf. Die Sänger, das Brandenburgische Staatsorchester Frankfurt unter Leitung von Kevin McCutcheon wurden gefeiert, Zugaben gefordert. So erklang dann auch erwartungsgemäß „Der Mond ist aufgegangen“ von Johann Abraham Peter Schulz. Der Mond war auch tatsächlich aufgegangen und leuchtete den Gästen auf dem Nachhauseweg. (Von Jana Mai)

05 júlí, 2009

Hvar værum án góðra manna sem iðrast?

Gula kringlan, sem öllu lífi stýrir, er löngu risin, ef hún hefur þá nokkuð lagst til hvílu.
Fyrstu merki mannlífs á sunnudagsmorgni eru greinanleg í gegnum krónur trjánna.
Það er hljótt þar sem hljómsveitin lék frameftir í gærkvöldi.
Miðaldra menn sofa ekki frameftir þó ekki skorti á viljann til þess arna.
Við blasir enn einn dagur lífsins með Davíð.
Þeir eru alltaf svo uppörvandi, dagarnir með Davíð.
Davíð veit hvað hann syngur.
Davíð reif í sundur vélina og hann einn veit hvernig á að setja hana saman aftur.
Davíð hleypti hundunum út og hann veit hvernig á að ná þeim inn aftur og hann veit hvernig á að komast hjá því að borga fyrir skaðann sem þeir ollu.
Davíð veit að við stígum ekki í vitið og veit hvað við viljum heyra.
Kyndilberar hugsjóna Davíðs þenja strekkt raddböndin í þingsölum.
Davíð er maðurinn sem veit allt, skilur allt, umber allt, vonar allt og gerir allt.
Enginn er til á Íslandi sem hefur til að bera það sem Davíð ber á borð fyrir þjóðina.
Þjóðin hlustar á Davíð.
Þjóðin trúir á Davíð.
Bloggheimar loga þegar Davíð tjáir sig:

Gullkringlan hefur hækkað nokkuð á lofti.
Vætan sem féll til jarðar í nótt, hverfur smám saman af pallinum.
Sírenan er í fullum blóma. Ilmur hennar umlykur morgunkyrrðina.
Kaffibollinn bíður áfyllingar.
Best að ýta á 'publish post'

30 júní, 2009

Þú ert númer 8 í röðinni - 6 sinnum

Ég er mikill tölvumaður, eða svo er sagt. Ástæða þess, að mér er ætlað að leysa ýmis töluvandræði samstarfsfólks og nemenda, hlýtur að vera sú trú manna, að þetta fyrirbæri leiki í höndunum á mér. Meira að segja er ekki laust við að fD trúi þessu upp að ákveðnu marki einnig.

Það er best að ég lýsi því yfir, áður en lengra er haldið, að þessi er hreint ekki raunin. Allt sem heitir vélbúnaður eða hugbúnaður, sem ekki er yfirmáta notendavænt, er mér að öllu jöfnu sem lokuð bók. Þar hafið þið það.

Ég hef áður minnst á þá hugmynd sem varð til þess að sett var upp vinnustofa í fyrrum skrifstofu hér á bæ. Þetta hafðið eðlilega í för með sér, að skrifstofubúnaðurinn, þ.m.t. tölvubúnaður, þurfti nýjan samastað, og varð fyrri vinnustofa fyrir valinu. Með þessu móti varð tölvudótið aðgengilegra og meiri líkur á að það yrði notað.

Allir gengu þessir flutningar vel, og naut ég mín við að setja upp hið ágætasta tölvubúnaðarborð upp á 2 metra, og þangað fór tölvubúnaðurinn, hann ræstur upp og allt gekk sem best.

Þá kom að þráðlausri nettengingu fyrir búnaðinn. Það var þá sem vandinn fór að hlaðast upp.

Sambandið fannst, en tengingin varð ekki. Ekki ætla ég mér að fara út í smáatriði (á jafnvel von á óþolinmóðustu lesendurnir séþégar búnir að gefast upp), heldur mun ég halda mig við aðalatriðin.
Ég skipti við stórt netþjónustufyrirtæki sem býður símaþjónustu í síma 8007000.
Á heimilinu var staddur í heimsókn starfsmaður samkeppnisaðila fyrirtækisins sem ég skipti við (uG).
Ég fól þessum starfsmanni að hringja í númerið og leita leiða til að leysa vandann, sem hann gerði - ítrekað.
Niðurstaða varð um það að líklega væri þörf á að uppfæra (uppdeita) beininn (routerinn) - (hve mörg ykkar skyldu nú vita hvað það þýðir?).
Eftir mörg símtöl við ofangreint þjónustuver og mikla bið eftir að fá að komast að, þar sem ekkert gekk að uppfæra blessaðan beininn, komst einn starfsmaðurunn að því, að hann væri þegar uppfærður.

Þá var internetsambandið horfið af honum!!!!!!!!!!

Ein hringing enn frá heimastarfsmanninum leiddi í ljós, að það þyrfti að skrá (logga) sig inn í beininn til að endurstilla (reconfigure) hann. Til þess þurfti ég að vita notandanafnið (user neimið) sem mér hafði verið úthlutað fyrir 4 árum, ásamt lykilorði (passwördi). Ég mundi notandanafnið, en aldeilis ekki lykilorðið, þó á sumum sviðum sé ég afskaplega minnugur maður.
Þær upplýsingar fengust hjá starfsmanni í 8007000, að það væru tvær leiðir til að finna út hvert lykilorðið er: a. koma í verslun fyrirtækisins í höfuðborginni með fullgild skilríki eða b. fá lykilorðið sent í bréfpósti (sneil meil) heim til mín.
Ég hringdi sjálfur til að reyna að særa lykilorðið út úr starfsmanninum, en án árangurs. Ég spurði hann meira að segja hvort ég gæti ekki fengið það uppgefið á Selfossi, hjá þeim aðila sem seldi mér og setti upp beininn. Árangurslaust - þeir eru bara endursöluaðilar og hafa ekki þessar upplýsingar. #"&%$(/=)"#!

Þar með lauk síðasta símtalinu við 8007000.

Nú voru góð ráð dýr. Kvisthyltingar eru þess eðlis, að þegar þeir vilja eitthvað þá sjá þeir ekki fyrir sér að bíða eftir því lengur en þörf er á, sérstaklega ef það tengist tölvumálum (þetta gildir ekki síur um fD en aðra).
Ég ákvað að hringja í TRS á Selfossi, af rælni.
Þar svaraði fyrrum eðal Laugarásbúi, sem átti heima í Varmagerði.
Af rælni bar ég upp erindið. Hún kvaðst myndu hringja aftur í mig innan skamms, sem hún gerði, og upplýsti mig þar með um lykilorðið.

Það var gert sem gera þurfti og allt small í lag.

ALLT SPURNING UM TRAUST.
Skelfing væri það gott samfélag, sem byggðist á því að við getum treyst því að það sé ekki verið að misnota okkur eða svindla á okkur. Þarna leysti traust vandamál á 3 mínútum, sem hafði kostað 5 tíma baráttu.

Starfsmaður samkeppnisfyrirtækisins notaði ekki sinn fegursta orðaforða til að lýsa þjónustunni í 8007000.

Eldri borgari kaupir skjávarpa (eftirmáli með Ali)

Þetta má heita framhald þessa . Eftir að ég hafði nú fengið krónurnar sem ég hafði greitt fyrir skjávarpann sem kom svo aldrei, sat ég uppi ...