Rætt var hvað einkennir íbúa hinna ýmsu landshluta, svona eins og gengur. Í tengslum við þetta stóð eftirfarandi upp úr þeim gamla:
Sunnlendingar segja mest
og svíkja flest.
Vestfirðingar vita mest
og vilja verst.
Norðlendingar ríða mest
og raupa flest.
Austfirðingar eiga mest
og una verst.
(veit einhver eftir hvern þetta er?)
Umræðan snérist einnig, eins og svo oft áður, um stöðu mála á okkar góða landi og ekki var það allt á bjartsýnustu nótunum.
Sá gamli á fyrstu línuna:
Allt fer nú til andskotans
engu' er hægt að bjarga.
Hrollvekjandi Hrunadans
hræðir bankavarga.
Ekki veit ég hver er höfundurinn en vísan er góð. Sennilega er höfundurinn Vestlendingur ;)
SvaraEyðaEn til hamingju með Norðmanninn bæði tvö.
Vid segjum líka til hamingju :o)
SvaraEyðaBestu kvedjur
Ása og fjölsk.