...þetta er sem sagt framhaldssaga fyrir þá sem ekki vita betur.
Ákvörðun tekin um að kaupa juðara
Eðalolian var klár og næst lá fyrir að kanna verð og gæði tækja sem meðal fagmanna kallast juðarar. Ég var búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að við Benedikt byggjum of fjarri hvor öðrum til að líklegt væri að ég færi af stað til að fá lánaðan juðarann hans.
Hvað er juðari?
Ef einhverjir gera sér ekki fyllilega grein fyrir því hvað 'juðari' er þá skal það upplýst, að hann er, í sem stystu máli, samsettur úr tveim hlutum: annars vegar mótornum sem er í hylki sem er ekki ólikt því sem margir þekkja af rafmagnsborvélum, en hinsvegar af nokkurskonar kubbi sem festur er við mótorinn neðanverðan. Þessi kubbur getur verið af ýmsum stærðum og gerðum, t.d. 10x19cm að flatarmáli. Mótorinn snýr síðan einhverskonar græju sem alveg eins má kalla hjámiðju sem veldur því að kubburinn snýst í örlitla hringi á afar miklum hraða. Nú, neðan á kubbinn er festur sandpappír (grófleikinn fer eftir verkinu sem vinna skal). Juðarinn er notaður til að pússa eða slípa ýmsa fleti, í mínu tilviki til að fjarlægja gamla lakkið af eldhúsborðinu.
Það er list að kaupa juðara
Juðarar í eðalolíubyggingavöruversluninni reyndust annaðhvort of dýrir til að verjandi gæti verið að kaupa þá í ljósi umfangs þess verks sem framundan var, eða þá of skrýtnir í laginu, eða of litlausir, eða með of ólögulega kubba. Það varð því úr, að að leita í hina byggingavöruverslunina á höfuðstað Suðurlands (sú þriðja er farin á hausinn - kreppan, jú nó). Þar tók við heilmikil athöfn þegar enn einn afgreiðsluunglingurinn leiddi okkur um alla verslunina í leit að hentugum juðara. Mér fannst það nokkuð illskiljanlegt að stílistar þessarar byggingavöruverslunar skildu setja juðarana svo vítt og breytt sem raunin var (líklega eru stílistar ekki 'in' lengur, kreppan jú nó). Það var að öðru leyti það sama að segja um juðarana sem þarna voru til sölu og í fyrri byggingavöruversluninni - þangað til............
ég fann W-O-R-X
Þarna var hann í opinni, svartri og glansandi tösku (sem fylgdi með í kaupunum) og ég þurfti sannarlega ekki afgreiðsluunglinginn til að segja mér að þetta væri góður juðari og ekki varð glæsilegur liturinn til þess að minnka aðdráttaraflið. Meira að segja gerði fD ekki athugasemdir við að fest yrðu kaup á þessu undratæki.
Það var ekki aftur snúið - ákvörðun var tekin - W-O-R-X skyldi verða minn. Þegar valinn hafði verið hentugur sandpappír varð samkomulag um kaup á tveim ljósum sem lengi hefur vantað í Kvistholt (bara þetta ætti að vera vísbending þeim sem til þekkja um hve markverður fíni juðarinn var).
Til nánari útlistunar fyrir áhugasama á juðaranum fína, læt ég fylgja hér með upplýsingar framleiðanda:
- 1/3 Sheet Finishing SanderModel - WT640K The W-O-R-X® professional finish sander is a durable tool that is built to last.
- All aluminum base and powerful 2.4 amp motor for peak performance.
- Dust sealed switch.
- High-efficiency dust collection system keeps your work surface cleaner.
Features - Variable speed with pre-selection and lock-on switch
- Double paper attachment system, adhesive backed or quick clamp, secures all types of paper
3/32" orbit for high material removal on wood - Ergonomic front handle with soft overmold grip
- Industrial 3-5/8" x 7-1/8" aluminum base for exact flatness and long lasting durability
Specifications
Volts 120V ~ 60Hz
Power input 2.4Amp
No-load speed 6000 - 12000opm
Sanding sheet 7-1/4" x 3-3/4" for PSA paper
Orbital diameter 3/32"
Machine weight 3.5lbs (1.6Kgs)
Base size 3-5/8" x 7-1/8"
Ef einhver man eftir PS_P640, þá vísa ég til þessarar sömu töfratölu, sem einmitt er að finna í lýsingu á W-O-R-X , hér fyrir ofan.
TILVILJUN.....?
Jafnvel eru góðir juðarar....
Já það er nauðsynlegt að velja sér titrara af kostgæfni... ;I
SvaraEyðaJa, flest sér til gamans gert... og ekki orð um það meir'... nema þetta:
SvaraEyðaJafnvel eru góðir juðarar
jákvæðir og undurnæmir puðarar
ég lék með einn af list
og lærðist þannig fyrst
að á þeim eru yndislegir stuðarar.
Og lakkið gamla lét sig ögn við ljúflingsstuð
og launaði með blíðuhótum allt mitt puð
Hve sæll í sinni var
þó svitnaði ég þar
og kátur því ég kyrja mínar þakkir Guð!
Ég-er-svo-aldeilis-bit-bloggskapur.