31 janúar, 2011

Laugaras.is

Ég hef engar áhyggjur af því að aldurinn sé hugsanlega eitthvað farinn að hafa áhrif á það sem ég hugsa eða segi. Hverju ætti það svo sem að breyta?
Ég stend mig að því að vera farinn að hugsa dálítið öðruvísi en áður. Í því sambandi vil ég nefna hugmynd sem er búin að vera að brjótast í mér í nokkurn tíma, en sem hefur ekki komist lengra en það enn sem komið er.

Það var fyrir 30 árum (1980) sem gefin var út mikil ritröð undir heitinu Sunnlenskar byggðir. Síðar var, allavega að einhverjum hluta, gefin út uppfærð útgáfa þar sem ég fékk sess, sem kennari í Reykholtsskóla. 
Það var ráðist í þessa útgáfu í tilefni af 70 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands. Arnór Karlsson, heitinn, hafði umsjón með ritun kaflans um Biskupstungur. Í þessu riti er umfjöllun um hvert einasta býli: stærð, sögu, landshætti, byggingar, fasteignamat og ábúendur.

Það er skemmst frá því að segja að þetta er hið merkasta verk og er oft notað til að afla upplýsinga um fólk, aðallega. Eiginlega ómetanlegt. Stundum er þetta kallað 'glæpamannatalið' í hálfkæringi í mínu umhverfi.

Nú jæja. Búnaðarsamband Suðurlands varð 100 ára 2008. Ekki veit ég hvað var gert til að minnast áfangans.

Mér fyndist það ekki ósniðug hugmynd, að sambandið tæki sig til og setti upp vef þar sem sömu upplýsingar væri að finna, uppfærðar til dagsins í dag. Gífurleg vinna, já, en auðveldari uppfærsla á upplýsingum en að endurtútgefa bækurnar. Skyldi efni bókanna vera til í tölvutæku formi? Fremur ólíklegt, reyndar.

Þegar ég byrjaði að skrifa þennan pistil var hugsunin ekki svona stór - náði bara til Laugaráss. Mig hefur nokkuð lengi langað til að ráðast í uppfærslu á þeim kafla sem snýr að sögu þessa merka staðar.  Mér sýnist að það þyrfti ekki að vera óyfirstíganlegt verkefni, þarf vissulega tíma og grúsk, traustur grunnur hefur verið lagður með Sunnlenskum byggðum

Það er allt í lagi að velta hlutunum fyrir sér.

3 ummæli:

  1. Ekki efa ég að í það rit mætti nýta marga sprellandi fjörlega þætti úr Sunnlenskum byggðum;)
    bkv
    fH

    SvaraEyða
  2. Nú sækir þú bara um styrki í menningarsjóði, og kemur þessu af stað, ég skal gera mitt með vefumsjón :)

    SvaraEyða
  3. Ætli maður kíki ekki á þetta þegar hægist um .)

    SvaraEyða

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...