![]() |
Halla og Eyvindur eru aðalpersónurnar í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum. Sænski kvikmyndaleikstjórinn Victor Sjöström (1879-1960) gerði kvikmynd eftir leikriti Jóhanns árið 1918 og heitir hún á sænsku Berg-Ejvind och hans hustru. Þar fór Sjöström sjálfur með hlutverk Eyvindar. |
Vísur úr eftirsafni 1942
Drjúgum jóar teygja tær
traust með hófa blökin.
Nokkrir menn með tíkur tvær
tóku að hirða rökin.
Á Hveravöllum
Hefst upp þungur hugurinn
hrindir drunga gráum.
Verðum ungir í annað sinn
ef við sungið fáum.
Skyldi þetta ganga greitt
þó gott sé í meðlætinu.
Vilja rommið aðeins eitt
en ekki neitt af hinu.
Veisla er næg sem vera ber
við skulum hafa gaman
einu sinni á ári hér
er við komum saman.
Hér er maður hírgaður
húsa kostir góðir,
ólíkt því er Eyvindur
einn var hér um slóðir.
Á beinahólnum
Minjar treinast, maður sér
og mikinn gerði skaða,
þegar beinin báru hér
bræður Reynisstaða.
Þöglum huga ég hólinn lít
hér í veldi fanna.
Bera vitni beinin hvít
byljum öræfanna.
Veður grimmd og hörku hjarn
höfðu völd og ráðin,
þegar Einar, aðeins barn,
ævi sleit þar þráðinn.
...................
Alltaf hressir huga minn
heiða blærinn tæri.
Flýti ég mér í faðminn þinn
fjallahringur kæri.
Fyrst veröldin slíkt veitir hnoss
oss vermir þessi skál.
Við skulum bara skemmta oss,
já, skemmta af lífi og sál.
Veginn ríðum við í kveld
varla kvíðum trega.
Okkur líður, að ég held,
alveg prýðilega.
Ekki verða kjörin köld
það kætin yljar geði.
Syngdu þessa alveg öld
út, og haltu gleði.
Við lestur bókar
Finn ég streyma andans yl
út frá þessum brunni.
Ég hef fengið, af og til,
ást á kerlingunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli