15 apríl, 2012

Sálin er ægileg eyðimörk


Þau tíðindi hafa gerst að hrafnapar er búið að byggja sér laup hér í Laugarási. Mikil og vönduð smíð, eins og myndin ber með sér.
.........
Gamli unglingurinn heldur fram að velta fyrir sér forsetaframbjóðendum -  horfir yfirleitt bara á eina myndanna. Ég hef nú bent honum á hinar líka, þar sem það sé mikilvægt að kynna sér fleiri möguleika.
Hann leit stuttlega á myndina af karlframbjóðanda nokkrum, sem ég leyfi lesendum bara að giska á, og sagði að, jú, hann tæki sig svo sem ágætlega út á mynd, en sálin væri óttaleg eyðimörk.  Þessi yfirlýsing kom mér talsvert á óvart, enda sá gamli ekki vanur að fella neikvæða dóma yfir fólki, öllu jöfnu. Þá kom skýringin:

Þinn líkami er fagur sem laufguð björk 
en sálin er ægileg eyðimörk.

Þetta mun vera eftir Davíð Stefánsson

Mig grunar að sá gamli hafi téð álit á frambjóðandanum, þótt hann gripi til þess að vísa í Davíð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hin tápmiklu 12 og þjófagengið (síðari hluti)

  Framhald af þessu Þar sem hin tápmiklu 12 stóðu fyrir utan flóttaherbergið, var óhjákvæmilegt að hugurinn beindist að verkefninu framundan...