Í gegnum áratugina hafa börn í Laugarási alist upp í lífshættulegu umhverfi. Opnir hveralækir, jökulfljótið Hvítá og opnir skurðir. Sem betur fer hafa aðeins orðið þrjú banaslys á börnum, mér vitanlega, frá því Laugarás hóf að byggjast á fimmta áratug síðustu aldar. Þrem banaslysum of mikið.
Ég minnist þess ekki að hafa búið við boð og bönn í þessum efnum og tel því að frekar hafi ég lært að lifa með umhverfinu eins og það blasti við.
Ég reikna með að við getum í grunninn verið sammála um, að það sé mikilvægur þáttur í barnauppeldi, að leyfa ungdómnum að læra á umhverfi sitt og þar með að það býr yfir ýmsum hættum. Ef börn alast upp við ofverndandi umhverfi, þar sem þau fá ekki tækifæri til að reka sig á, fá kúlu á höfuðið, upplifa höfnun eða taka afleiðingum gerða sinna, til dæmis, er hætt við að þau verði vanbúin til að takast á við alvöru lífsins þegar þar að kemur. Mér finnst ekki ólíklegt, að kulnun í starfi eða kvíðaraskanir og þunglyndi, geti að einhverju leyti orsakast af því að í uppeldið miðaði að því að forðast allt hið illa. Einhverntíma verður hver einstaklingur að skríða undan dúnsænginni og takast á við sjálfan sig og umhverfi sitt, sem hvorttveggja getur oft verið óblítt.
Þetta var inngangurinn.
Undir og fyrir norðan Hvítárbrú, Laugarásmegin, er sandeyri, sem tekur breytingum eftir því hve mikið er í ánni. Þarna getur verið ágætis náma fyrir tiltölulega fíngerðan sand, sem mikið hefur verið notaður gegnum árin. Þarna getur líka verið hættulegt að vera, því þó áin um umhverfi hennar séu fögur og freistandi, þá leynast þar hættur sem varast ber.
Við geymum flest í okkur leifar af barninu sem við vorum. Okkur langar oft að geta hegðað okkur eins og við gerðum þegar við vorum börn. Við búum hinsvegar yfir reynslu, sem börnin skortir. Reynslu sem veldur því að við erum varkárari og hugsum málin áður en við framkvæmum.
Bílstjórinn sem spólaði á bílnum sínum í fjölmarga hringi á eyrinni. Hvað getum við sagt um hann? Mér finnst að líklega hafi hann þurft að hleypa út barninu í sér, óvitaskapnum og hvatvísinni.
Það birtust fyrir skömmu myndir á Facebook þar sem afleiðingar aksturs út á Þengilseyri sáust glögglega, svo og skurðir eftir hringspól á nýja planinu við söguskiltin.
Mér dettur í hug, að kannski sé hér bara um að ræða merki um að Laugarás sé að glata sakleysi sínu. Hver veit?
Ekki ég, en hitt er víst að umhverfið fagurt í Laugarási. Kannski hættulegt, en fagurt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) Ég hefði óskað þess, að fyrstu dagar nýs árs yrðu ánægjulegri...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
Líklega lið annars bekkjar veturinn 1971-1972. Aftari röð f.v. Helgi Þorvaldsson, Eiríkur Jónsson, Kristján Aðalsteinsson, Páll M, Skúlaso...
éger ánægð að þú skrifaði þetta og vona að margir lesa þetta... myndir eru frábær... undistrika fegurðina
SvaraEyða