Eftir að barnaskólanum lauk, skildi leiðir. Raggi fór sína leið, Valur sína og ég mína. Ekki minnist ég þess að hafa mótað með mér sérstakar skoðanir á þeim bræðrum þarna í barnaskólanum, þeir voru skólabræður mínir og bara ágætir sem slíkir. Þetta voru bara friðsemdarpiltar eftir því sem ég man, hægir og engir prakkarar eða óþekktargemlingar.
12 apríl, 2024
Raggi og Valur
Eftir að barnaskólanum lauk, skildi leiðir. Raggi fór sína leið, Valur sína og ég mína. Ekki minnist ég þess að hafa mótað með mér sérstakar skoðanir á þeim bræðrum þarna í barnaskólanum, þeir voru skólabræður mínir og bara ágætir sem slíkir. Þetta voru bara friðsemdarpiltar eftir því sem ég man, hægir og engir prakkarar eða óþekktargemlingar.
07 janúar, 2024
Litlir kallar og litlar kellingar
Heilsugæslustöðin í Laugarási á vígsludegi 1997 (mynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson) |
Fyrir nokkrum dögum var sett innlegg á samfélagsmiðla þar sem birt var skjáskot af vefnum visir.is, þar sem greint var frá því, að á vef FSRE (Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir) myndi birtast auglýsing um húsnæði fyrir heilsugæslu í uppsveitum. Þetta skjáskot má sjá hér til hliðar.
05 desember, 2023
Ég fór svo aftur í fótbolta ....
19 nóvember, 2023
Hvað ef .....?
17 september, 2023
Baðlón í Laugarási! Gengur það?
Fyrir nokkrum dögum birtist auglýsing í tilteknu dagblaði, þar sem óskað er eftir verkefnastjóra til að halda utan um byggingu baðlóns í Laugarási. Þessar upplýsingar virðast hafa komið við ýmsa.Hér er nokkur dæmi um viðbrögð sem ég hef séð á samfélagsmiðli:Hvað sem verður með þetta, finnst mér strax núna ánægjuleg breyting á umhverfinu þegar maður keyrir í gegn. Það er orðið miklu snyrtilegra en var. Þetta á þó líklega ekki að sjást mikið frá vegi.... sýnist mér?Það er skemmtilegt að sjá að fólk er loksins að vakna til vitundar að fjölga baðstöðum á suðurlandi. Það eru ekki næstum því nógu mörg í Árnessýslu. Algerlega óásættanlegt að heita “Laugar -eitthvað” og hafa engar laugar. svar: það hefur lengi eða frá fyrstu Biskupum í Skálholti verið baðstaður á góðum stað hér í hverfinu
Þarf þetta ekki að fara í grenndakynningu? og má bara afhenda fjárfestum landið með ótakmörkuðum aðgangi að hvernum og hverju sem er? Nú þurfa Laugarásbúar að snyrta og laga til hjá sér
Það er reynslan af svona framkvæmdum í Laugarási að það verður ekki af þeim.
Ég reikna með að þetta verði einsÉg hef lengi horft til Laugarás sem mögulegan stað til að skapa umhverfi þar sem Miðjarðarhafs loftslag ríki allt árið um kringKannski verður komið elliheimili þegar við þurfum á því að haldaMér finnst þetta vera nokkuð afskekkt...Frábært að það sé eitthvað í gangi hér í hverfiHver er eigandi? svar: það á að vera svona málum óviðkomandi ef einhverjir vilja leggja fúlgur fjár í uppbyggingu á svæðinu því ekki gerir sveitarfélagið neitt til að styðja við uppbygginguFrábært!
Svo kom auðvitað ýmislegt annað fram, bæði jákvætt og neikvætt, eins og gengur. Kaldhæðnin lét heldur ekki á sér standa.
Eftir því sem ég best veit, þá stendur til að byggja hótel þarna líka á sláturhúslóðinni og það vona ég sannarlega, fyrir hönd þeirra sem eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að upp rísi í Laugarási öflug fyrirtæki, nægilega burðug til að efla byggðina, á stað sem getur talist einn sá fegursti í uppsveitum og þó víðar væri leitað.
Það finnst mér orðið fullreynt að hreppsnefndir í uppsveitum stuðli að uppbyggingu, eða jákvæðri þróun byggðar í Laugarási. Þvert á móti og síðasta atlagan að þorpinu var gerð að heilsugæslunni. Hvernig það fer, veit ég ekki enn.
Ég yrði ekki hissa þó það yrði gerð atlaga að þessu verkefni eins og öðrum, sem reynt hefur verið að stofna til.
Það sem þarna er á ferðinni er verkefni sem stjórnast ekki af hreppapólitík, heldur miklu frekar þeim möguleikum sem blasa við. Það hvarflar ekki að mér annað en fagna því og sannarlega vona ég að þeim takist að sigrast á þeim úrtöluröddum, sem þeir munu örugglega finna fyrir.
Auk þessa finnst mér eðlilegt að hrepparnir selji Laugarásjörðina. Eignarhald þeirra á henni þjónar, að mínu mati, ekki hagsmunum Laugaráss eða Laugarásbúa.
Ég bý ekki lengur í Laugarási og á þá sennilega ekki að hafa rödd í þessu máli, en taugar mínar til staðarins eru sterkar og því leyfi ég mér að tjá mig um málefni Laugaráss, rétt eins og mig lystir.
10 september, 2023
1864: Myllan og freigátan
Sögusetrið í Dybböl (google maps) |
Við fD ákváðum að renna til Dybböl (sjá kort), eftir að okkur var sagt að það væri merkur staður. Heimsóknin sú var talsvert áhrifamikil. Myllan í Dybböl, er þjóðarminnismerki um þessa atburði og í nágrenni hennar gefst færi á að komast ansi nærri þessari sögu. Maður gengur um hæðina þar sem virki Dana og skotgrafir voru í orrustunni sem var háð á vormánuðum árið 1864 og lauk með því að Danir urðu að hörfa og töpuðu bæði orrustunni og stríðinu við Prússa og Austurríkismenn. Prússar reistu minnismerki um sigur sinn á þessari hæð, sem andspyrnumenn sprengdu síðan í tætlur í lok síðari heimstyrjaldar.
Myndir frá Dybböl (smella til að stækka)
Dybböl mölle |
Sýningarhúsið |
Endurgerðar byggingar og aðstæður |
Þetta er fallbyssa |
Við svona aðstæður hvíldust hermennirnir. |
Aðstaða til eldunar (held ég) |
Freigátan Jótland
Síðustu nóttina í Jótlndsför okkar fD gistum við í Ebeltoft. Þangað fórum við nú bara vegna þess að á hótelinu í Ribe uppgötvaði ég að þar væri sögufræg freigáta, sem væri hægt að skoða. Þegar við svo kynntumst freigátunni nánar kom í ljós að hún hafði tekið þátt í einu orrustunni 1864, sem Danir unnu. Það gerði þetta allt saman enn merkilegra. Seinna var hún gerð að konungssnekkju og flutti m.a. danska kónginn til Íslands, 1874, í tilefni af 1000 ára landnámsafmæli.
Svo var bara gengið um borð .... |
Hvar er svo Helgoland? Tja ....
09 september, 2023
Hótelið
Weis stue í Rípum |
Viti menn, eitt hótelið reyndist vera bæði ódýrt (10.000 kr. nóttin) og var með ágætiseinkunn (8,4 Alletiders) á bókunarsíðunni. Jú það var mynd af hótelinu á síðunni, sem ég sýndi fD, sem brást bara jákvætt við tillögunni. Það varð því úr að ég bókaði gistingu í Weis stue í Ribe næstu nótt og þar með héldum við út í daginn, eyddum talsverðum tíma í Dybböl (2), áður en við kíktum á Sönderborg (3), brunuðum gegnum Broage (4) til að komast að landamærunum við Þýskaland í Padborg (5). Þar ókum við yfir landamærin, bara til að keyra svo til baka.
Smella á myndina til að stækka hana. |
Weis stue í Ribe (9)
Fyrst aðeins um sögu þessa húss. Hér er sögu þess að finna á ensku og hér er hún á dönsku. (ég nenni ekki að þýða þetta fyrir ykkur). Í sem stystu máli, þá er þessi hótelbygging frá því um 1600 og að innan er hún frá 1704.Heimilisfang Weis stue er Torvet 2 í Ribe og auðvitað stillti ég GPS tækið á það. Nú vill svo til, og því komumst við sannarlega að, að "Torvet" er ævafornt torg bæjarins og á því miðju stendur Ribe dómkirkja, mikið mannvirki.Hér fyrir neðan má sjá hvernig það gekk fyrir sig hjá okkur að komast í herbergið okkar á Weis stue.
Vistarverurnar
Stiginn upp á 2. hæð og vinstra megin er opið inn á salernið. |
Stiginn upp á 3. hæð (okkar hæð). Þarna var vaskur, en öðru þurfti að sinna fyrir neðan stigann |
Þessi aðstaða til snyrtingar var ætluð íbúum í herbergjunum 7 (4 á 2. hæð og 3 á þriðju) sem hótelið státaði af. Aðrar vistarverur á þessari hæð voru væntanlega herbergi, en okkur var ekki ætlað að kynnast því nánar, enda var herbergið okkar á 3. hæð (ísl. málvenja). Upp á þá hæð lá annar stigi, nokkru mjórri en sá fyrri, en jafnbrattur, ef ekki brattari. Þegar upp var komið, blöstu við þrennar dyr, þar af einar að tilvonandi herbergi okkar, sem reyndist bara vel viðunandi að stærð.
Herbergið. Við gluggan má sjá kistuna með brunastiganum. |
Sæludagar í sandkassanum (12 - LOK)
Framhald af þessu Þannig er það víst alltaf, að það sem byrjar á annað borð, því lýkur á endanum. Þannig var það einnig með þessa ferð til D...
-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
fS, fA og fD með Burj Al Arab í baksýn. Í baksýn má greina á himni helstu martraðarsviðsmynd ferðarinnar, sem ekki raungerðist. Ferðin sem ...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...