Allt var fólkið hjálpsamt og vingjarnlegt, veðurfarið ljúft, aðstæður allar hinar þægilegustu, meira að segja á mælikvarða ofdekraðra Vesturlandabúa. Það fór hinsvegar ekki fram hjá manni, að það kraumar undir; það er ýmislegt óuppgert: frá því Tyrkir gerðu innrás 1974 virðist ekki hafa gróið um heilt og ekki varð vart við að reynt væri að dylja andúðina, jafnvel hatrið, á hernáminu. Skólabörnin tóku meira að segja þátt í að tjá þessi viðhorf. Ef maður horfir á landfræðilega staðsetningu virðist ekkert eðlilegra en að Tyrkir fari með yfirráðin, enda örstutt þangað. Þarna er hinsvegar á bak við saga sem ég treysti mér ekki til að fjalla um. Veit það, að vegna legunnar er ekki við öðru að búast en að ýmsar valdamiklar þjóðir hafi haft áhuga á að ráða þarna ríkjum.
Það eru ekki nema 240 km loftlína til höfuðborgar Líbanon, sem eitt og sér gefur til kynna, að þarna er heitt í fleiri en einum skilningi.
---------------------------------
---------------------------------
Ástæða ferðar til Kýpur, er ákvörðun sem við Laugvetningar tókum fyrir tveim árum: að sækja ráðstefnu ESHA (Evrópusamtök skólastjórnenda) í Limassol á Kýpur í nóvember 2010. Þarna fórum við fD áramt 26 skólastjórnendum og mökum í 6 daga ferð til þessarar mögnuðu Miðjarðarhafseyju. Það var flogið héðan til Manchester á Englandi og þaðan var 4 tíma flug til Larnaca flugvallar (með millilendingu, sem ekki var í upphaflegri ferðaáætlun) þar sem beið ríflega 50 km akstur til áfangastaðarins. Þá tók við ráðstefna hjá mér í tvo og hálfan dag þar sem áhersla var á að fjalla um húmaníska nálgun að skólastarfi, en fD gat flatmagað á meðan í blíðunni. Kl 2 að nóttu var síðan lagt af stað til Íslands aftur, með millilendingu og bið á Heathrow í London. Það er aðallega þetta flugstand allt saman sem ég hef að athuga við svona ferðalag - endalaus biða og biðraðir - annað eins gott og á verður kosið.
Kvistholtsbóndi baðar sig:
SvaraEyðaSjórinn fagur fyrir var
fegraðist þó mun er bar
Pál í öldur Ægis sjálfs
eins- þótt sæist vart til hálfs.
Gleði mín er gegnheil, sönn
gleðirík hefst jólaönn!
Hirðkveðill yrkir um sjóböð Kvistholtsbónda.
Það er nóg að gera hjá þér í dag, fH :)
SvaraEyðaFínt mál.