Á undanförnum mánuðum hef ég heyrt talsvert um það að sjósund séu allra meina bót og hef nú litið að það sem einhverskonar karlagrobb (já, ég sagði það). Það síðasta sem ég heyrði af þessum vettvandi var yfirlýsing þess efnið að það væri ólýsanleg dásemd að liggja á bakinu í 2,4° heitum sjó og horfa á stjörnurnar.
Ástæða þess, hver vel upplýstur ég er um sjósundsiðkun, er fyrst og fremst óskiljanlega ástríðuþrungnar frásagnir frænku minnar, einnar, af þessu fyrirbæri. Það kann að vera, að það hafa hvarflað að mér, við og við, að það gæti nú verið viturlegt af afgreiða fyrirbærið ekki alveg si svona. Það gæti líka verið að ég hafi bara prófað þetta sjálfur: að liggja í sjónum í nóvember og láta öldurnar gæla við kinn.
Já, það skyldi þó aldrei vera..........
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
It's only words ...
Við erum mörg reið og það hvílir á okkur einhver óviðráðanlegur þungi. Við upplifum vonleysi og varnarleysi. Við reynum að skilja hvernig he...

-
Það er ótvíræður kostur við þorrabót eldri borgara í Biskupstungum, að það er ekki boðið upp á dansiball með tilheyrandi hávaða þegar fól...
-
50 ára stúdentar, 2024 Maður áttar sig ekki endilega á því, meðan einhverjar aðstæður eru fyrir hendi, hvort þær hugsanlega muni skipta máli...
-
Við Jósefína kenndum saman í Reykholtsskóla við upphaf 9. áratugarins, þegar ég var að stíga fyrstu skref mín sem kennari og það gekk allave...
Í nóvembermánuði njóta þess skal
SvaraEyðasem næra fær sálu í sprund og hal
að basla í sjónum og berjast um
og bíða þar eftir jólunum.
Eitthvað er samt hér innra í mér
sem efast og telur fegraða hér
hetjulund þessa sem hér er lýst
og heldur að mynd sé frá erlendri "kyst" :)
Hv'ættli óðalsbóndinn að Kvistholti sé að dúlla sér við þessa sýndarkarlmennsku!
Hirðkveðill yrkir um sjóböð.