Þetta er framhald af þessu
Þegar hér var komið var engin leið fyrir mig að rekja eitt eða neitt, með aðra sendinguna afhenta í Kópavogi og hina í Dongguan borg í Kína. Ég stóð því frammi fyrir því, að hætta bara þessu veseni, eða reyna að berjast eitthvað áfram.
Yrði hið fyrrnefnda niðurstaðan yrði ég að takast á við tilfinninguna um að hafa látið plata mig og ekkert gert í málinu - látið það yfir mig ganga.
Hið síðarnefnda fólst í því að berjast áfram, sýna þessum andlitslausu kónum hvar Davíð keypti ölið og falla síðan með sæmd, ef á annað borð er hægt að tala um slíkt í þessu sambandi.
Auðvitað valdi ég síðari kostinn, því nú var verulega farið að síga í mig. Við þær aðstæður hlóð ég í enn einn tölvupóstinn til Snjallkaupa og hann var svohljóðandi:
mið., 18. sep., 13:54
This is my last attempt to try to get a response from you about að projector I ordered from you on August 13, 2024. The projector (Order #2497) still hasn't been delivered to me. I got two different tracking numbers from you. Now it has turned out that one of these was the tracking number of a package (DHL tracking number: LR179315267NL) that was delivered to Hugrún in Kópavogur, Iceland on Sept 5. The other (tracking number: RG026125626CN) seems to have been delivered in Dongguan city in China on Sept. 10. This of course means that I can't expect that the projector I bought will ever be delivered to me. As I said in the beginning, this is my last attempt to get a response from you. If there is no satisfactory outcome of this, in the form of a response from you, detailing how and when I will get my projector or a refund of ISK14.680, by this time tomorrow, Sept. 19., I will report your fraudulent behaviour to the appropriate authorities in Iceland. Regards Páll M. Skúlason |
.... og hananú. Efnislega fól þessi tölvupóstur í sér nokkurskonar úrslitakosti: Ég gaf Snjallkaupum sólarhring til að koma skjávarpanum af stað til mín eða endurgreiða mér hann að öðrum kosti. Yrðu þeir ekki við þessari kröfu myndi ég tilkynna þá fyrir sviksemi, til viðeigandi yfirvalda hér á landi - eins og það myndi breyta einhverju, svo sem. En þetta gerði ég. Fannst ég allavega hafa reynt að sýna tennurnar, allavega þessar fremstu, sem enn eru upprunalegar. Ekki átti ég von á að þessi póstur myndi breyta neinu og hélt bara áfram með skjávarpalaust lífið.
Þennan póst sendi eftir hádegið þann 18. september. Það varð mér talsvert gleðiefni að hann reyndist hafa þau áhrif, að 6 klst síðar fékk ég svar frá Snjallkaupum. Þeir voru þá þarna eftir allt saman. Hér er þessi merkispóstur:
18. sep., 20:31
Thanks for contacting,
We are extremely sorry for the delayed response, we will look into this matter for you. Typically most orders take between 7-21 business days for delivery. We ask for the tracking number that arrived in Iceland, did you contact your local post office about that package to see if they possibly have the package?
Thank you
Efnislega segja þeir í þessum pósti að þeim þyki þetta rosalega leiðinlegt og lofa að skoða málið fyrir mig. Venjulega taki þessar sendingar 7-21 virkan dag að komast á leiðarenda. Svo spyrja þeir hvort ég hafi haft samband við pósthúsið til að athuga hvort pakkinn sé kannski þar, eftir allt saman.
Ég ákvað að nota nóttina til að láta mig dreyma um svarpóst til Snjallkaupa, sem ég sendi síðan árla morguninn eftir:
19. sep. kl. 07:41
Yes, I contacted Pósturinn, as I have already informed you in several attempts to get responses from you.
I suggest you check the emails I have already sent to you concerning this matter. A package with one of the tracking numbers you gave me, has been delivered to a woman by the name Hugrún in Kópavogur, and a package with the other tracking number you gave me, has been delivered to someone in a city in China. Please, read my emails!.
I have done all I can to trace the package and have come to the conclusion that I have been fooled, which is not a good feeling. This is now in your hands .
I give you 24 more hours to either refund the projector or to convince me that the projector is on the way to my address.
Páll M Skúlason
Efnisleg þýðing þessa pósts er, að ég kveðst hafa verið í sambandi við póstinn rétt eins og ég sé búinn að margsegja þeim. Bendi þeim á, að láta verða af því að lesa þessa pósta frá mér. Ég kveðst vera kominn að þeirri niðurstöðu að þeir væru að hafa mig að fífli, sem ekki sét sérlega skemmtileg tilfinning. Þá segi ég málið vera í þeirra höndum til úrlausnar. Annahvort endurgreiði þeir mér, eða sannfæri mig um að skjávarpinn sé á leiðinni til mín, innan 24 tíma frá sendingu þessa pósts. Já, ég er svakalegur nagli, eða þannig. 😑
Fimm tímum síðar kom aftur svar frá Snjallkaupum:
19. sep. kl. 12:52
We apologize for the confusion, by the looks if it your package got lost in delivery/shipping so we have refunded your order.
Þarna biðjast þeir enn afsökunar og segja pakkann hafa tapast við afhendingu eða flutning. Jafnframt segjast þeir hafa endurgreitt pöntunina.
Þegar hér var komið var það eiginlega ósk mín að fá þetta bara endurgreitt og þar með yrði málið úr sögunni, en ég var nú samt ekkert hættur, eins og ég lét þá vita í svarpósti:
19. sep. 2024, 16:39
Fair enough. You say you "have refunded" the order. What does that mean? To me this means that you have paid me back the ISK14.680 that I paid you for the projector. Have you?
Sem þýðir: Látum svo vera. Þið segist hafa endurgreitt pöntunina. Hvað þýðir það? Ég skil það svo að þið hafið endurgreitt kr. 14.680 sem ég greiddi fyrir skjávarpann. Er það svo?
Daginn eftir fékk ég svo senda tilynningu um endurgreiðslu á andvirði skjávarpans, kr. 13.790. Sá var þó hængur á að upp á vantaði kr. 890, sem var sendingarkostnaður og þarna var ég nú kominn í slíkan gír gagnvart þessu, að ég var ekkert tilbúinn að gefa þeim eftir þessar 890 krónur:
20. sep. 2024, 13:50
I will wait and see if this appears on my bank account.
I cannot understand why the amount is ISK13.790 instead og ISK14.680.
I bought and paid for a projector ISK14.680.
I didn't get the projector, but still I lose ISK890. Are you really telling me that I have to pay for the shipping of a package I never got?
For me this is a question of principle, not the amount in question. I still feel entitled to the whole amount, not to mention compensation.
Páll M Skúlason
Efnislega spurði ég þarna hvort ég ætti virkilega að greiða flutningsgjasd af vöru sem ég fékk aldrei. Jafnframt segi ég þetta vera spurningu um grundvallaratriði en ekki upphæðina sem um ræðir. Ég viðurkenna að þetta var nú dálítið illgirnislegt, sem svona var það nú. Ég átti nú ekkert von á því að þeir myndu taka neitt mark á þessu, en það reyndist hreint ekki svo:
20. sep. kl 18:12
Hi!
We apologize for this mistake and will refund the full amount
Enn biðjast þeir afsökunar fyrir mistökin og segjast munu greiða alla upphæðina, mér til nokkurrar undrunar.20. sep. kl. 18:54 Thank you for your answer. |
...var svar mitt við þessum pósti og þetta voru jafnframt síðustu samskipti mín við Snjallkaup. Enn trúði ég ekki að þessi upphæð myndi nokkurntíma birtast á reikningnum mínum - þetta væri tapaður peningur, sem ég hafði svo sem allt eins átt von á að yrði, þegar ég hóf þessa vegferð.
Nú er kominn sunnudagsmorgunn, dagurinn er 22. september árið 2024 og ég sé Snjallkaup í allt öðru ljósi en áður. Endurgreiðsla fyrir alla þá upphæð sem ég greiddi fyrir skjávarpann frá Kína, er komin í var, á reikningi mínum.
Snjallkaup rústuðu orðspori sínu í mínum huga, með 18 daga þögn, sem lauk ekki fyrr en ég fór að hóta, sem er reyndar fjarri mínu eðli. Á bak við þetta fyrirtæki er örugglega bara fólk sem er að skapa sér lífsviðurværi eins og við öll, en, sem þarf að treysta á aðrar vefverslanir og flutningsþjónustur til að geta veitt viðskiptavinum sínum viðunandi þjónustu.
Ég myndi ráðleggja þeim og öðrum fyrirtækjum sem vilja láta taka sjálf sig alvarlega, að fela sig ekki á bakvið eitt netfang. Það þarf að liggja fyrir heimilisfang, símanúmer og jafnvel nafn eða nöfn.
Það eru mörg svona fyrirtæki á sveimi núna, t.d. Snilldarkaup og Ofurkaup, sem eru í rauninni bara að taka að sér að þjónusta Íslendinga sem treysta sér ekki til að versla beint við Ali Express. Sjávarpinn minn, sem Snjallkaup seldi mér á ISK14.680 fæst á Ali Express fyrir ISK7.404 á þessum morgni.
Nú er það spurningin, þegar peningurinn sem ég var nánast búinn að afskrifa, er kominn aftur: Hvað verður um hann? Verður ekki að nota hann?
Já, hver veit?
Bara ég.
Hér er svo nokkurskonar eftirmáli.