20 september, 2024

Eldri borgari kaupir skjávarpa (2)

Þetta er framhald þessarar færslu.

Þegar hér var komið bárust ekki lengur stöðluð svör, á íslensku, frá Snjallkaupum og mig fór að gruna (hafði svosem grunað það lengur), að hér væri bara hreint ekki um að ræða fyrirtæki sem starfar hér á landi.  Ég kíkti því í fyrirtækjaskrá og komst þar að því að Snjallkaup ehf  var úrskurðað gjaldþrota fyrir einum 10 árum.  Hvar þetta núverandi Snjallkaup er til húsa í veröldinni, hefur mér ekki tekist að finna neitt um. 

Þegar Snjallkaup svaraði ekki tölvupóstum mínum á íslensku, nema með stöðluðum hætti, ákvað ég að skella mér yfir á tungu Shakespeare's, enda gat ég hreint ekki hugsað mér, að gefast bara upp og láta einhverja kóna hafa af mér pening (ISK14.680), ekki háa upphæð, en upphæð samt ....
Ég, sem sagt sendi þetta á netfang Snjallkaupa:

3. sep kl 09.13

I really need an explanation of this. I ordered an item from "Snjallkaup".  Then I got this tracking number: RG026125626CN, which, to begin with, I couldn't find on tracking sites. A bit later I got this tracking number: LR179315267NL and followed that through the Netherlands to a post office in Kopavogur Iceland (this post office is in a different part of the country). When I contacted the Iceland Post about this, I was told that this package was not being sent to me, but to some woman by the name of Hugrún. This baffled me. 

This morning I tried to track the original tracking number: RG026125626CN, and according to Package Radar that package is still in China, as a matter of fact, and that it will be returned to the sender!!!. See here: 

 I need your explanation for all this and an assurance that I will get what I ordered from you. If not, I demand a refund, not  an INNEIGN in your store: 

regards Páll M Skúlason

 Í sem stystu máli rek ég þarna það sem á undan er gengið með þessi tvö rakningarnúmer og að LR179315267NL hefði tilheyrt pakka sem var ætlaður henni Hugrúnu í Kópavogi, en ekki mér. Sömuleiðis greini ég þeim frá því, að þegar ég fór að athuga með upprunalega rakningarnúmerið, RG026125626CN, kom í ljós, að hann var á leiðinni aftur til sendanda pakkans (hver eða hvar sem hann nú var eða er). Hann var þarna staddur í borginni Guangzhou á einhverri póstmiðstöð. 
Þarna sendi ég einnig þessar myndir af síðu PackageRadar - rakningarfyrirtækisins þar sem staða pakkanna tveggja kemur fram: annar í Guangzhoou í Kína og inn á Pósthúsinu í Kópavogi:


þetta sendi ég einnig til Póstsins:

3. sep kl. 09.26
Til póstsins:
Sæl Ég sendi hér afrit af pósti mínum til Snjallkaupa, þó ég ímyndi mér svo sem ekki að þið lítið á þetta sem ykkar mál.
Ég hafði samband við ykkur í gær
[í spjalli, sjá ofar] vegna pakka til mín sem reyndist vera kominn í pósthúsið í Kópavogi. Þá fékk ég þær upplýsingar, að þessi pakki væri hreint ekki til mín, heldur einhverrar Hugrúnar. Ég er búinn að reyna að ná sambandi við Snjallkaup, án árangurs enn sem komið er.
Þegar pakkinn fór af stað frá Kína bar hann rakningarnúmerið RG026125626CN, en það breyttist svo á leiðinni og varð LR179315267NL. Hér er sem sagt um að ræða tvö rakningarnúmer á sama pakkanum og ég veit hreint ekki hverju ég á að trúa í þessum efnum. Ég læt fylgja hér með skjáskot frá Package Radar
[myndin sem er hér fyrir ofan].
bkv pms

Ekkert heyrðist frá Snjallkaupum og ég ætlaði nú ekki að gefa mig:

4. sep kl 1800
Til Snjallkaupa
Hi, I'm still waiting for your response to my emails.

4. sep 1804
Why don't you answer emails?

Svo sendi ég skjáskot af síðu þeirra:

4. sep kl.18.36 

 

Þá er að standa við stóru orðin! 

Enn engin viðbrögð frá Snjallkaupum, en þetta fékk ég frá rakningaraðilanum, PackageRadar:
We have got an update for your package.
LR179315267NL
September 4
10:39 Package delivered
Pósthús Kópavogi, Iceland Post
See tracking info on PackageRadar.com

Thank you for using our service! If you have any questions or suggestions please visit our official forum.

Sem sagt, það var búið að afhenda pakkann. Það var á þessum degi sem Hugrún í Kópavogi fékk pakkann sinn. Þá lá það fyrir, en eftir stóð spurningin um örlög pakkans sem var með hitt rakningarnúmerið, RG026125626CN, sem enn var í Kína.

Daginn eftir þessa niðurstöðu fékk ég svo sendingu frá Póstinum:

5. sep kl 11.29
Daginn,
Sending RG026125626CN er stíluð á þig og er enn skráð væntanleg frá útlöndum. Við getum því miður ekki haft nein áhrif á hana fyrr en hún kemur til landsins.
Sending LR179315267NL er komin til landsins en er skráð á annan einstakling. Innihaldslýsing pakkans stemmir ekki við skjávarpann sem þú hyggst að fá til landsins.
Ég get því einungis bent þér á að hafa samband við sendanda, þar sem ábyrgðin er á þeim og við höfum ekki nánari upplýsingar.
Kær kveðja,
Finnur
Þjónustufulltrúi | Þjónustudeild - Akureyri
Ég er kurteis og brást við þessum upplýsingum:
5. sep kl 12.26
Takk fyrir svarið.
Ég sé ekki betur en þessi pakki sem hefur númerið RG026125626CN, sé enn á upphafsstað - ef það er þá eitthvað á bak við hann.
kv pms

Daginn eftir fékk ég síðan þetta frá honum Finni hjá Póstinum:

6. sep kl 09.23
Daginn,
Því miður getum við ekki haft áhrif á, né séð ítarlegar upplýsingar, um sendingar sem eru ókomnar til landsins. Því verð ég að benda þér á að hafa samband við sendanda.

Kær kveðja,
Finnur
Þjónustufulltrúi | Þjónustudeild - Akureyri

Ég freistaði þess þarna, að kæla mig aðeins niður og beið aðeins með næstu lotu, en hún hófst þann 9. september, þegar pakkinn með rakningarnúmerið RG026125626CN hafði verið óhreyfður í Guangzhou síðan 31. ágúst.:

9. september, kl 12.37  
Could you, please, explain to me why the projector, that I have paid for, is still in China?

Það voru engin viðbrögð, frekar en fyrri daginn. 

Það næsta sem gerðist var, að ég fékk tilkynningu frá PackageRadar rakningarfyrirtækinu:

11. sep kl 11.32
PackageRadar
We have got an update for your package.
RG026125626CN
September 10
20:12 Package delivered
Dongguan city, China Post

See tracking info on PackageRadar.com
Thank you for using our service! If you have any questions or suggestions please visit our official forum.

Jæja, þá lá það fyrir, að pakkinn minn, með skjávarpanum, hafði verið afhentur í Dongguan borg í Kína. Þar með hafði ég misst alla möguleika á að reyna að rekja  einhverja sendingu til mín. Ég varð auðvitað nokkuð pirraður (ekki í fyrsta skipti í þessu ferli) og skellti í næsta póst til Snjallkaupa:

11. sep kl 12.14
I found out this morning that my projector was delivered in Dongguan city in China, last night (see below).
Since I have already paid for the projector, I expect you to deliver it to me, which is reasonable, in my opinion. I live in Iceland, as you should be well aware of..
You have chosen not to answer my emails recently, which leads me to question your motives. Proof me wrong in having come to the conclusion that you are a fraud company.
Þarna greini ég sem sagt frá stöðu mála og gagnrýni skort á viðrögðum frá hendi Snjallkaupa. Jafnframt skora ég á þá að sýna mér fram á að sú skoðun mín, að um sé að ræða svikafyrirtæki, sé röng.
En, það bárust engin viðbrögð frá Snjallkaupum. Hér voru liðnir 18 dagar frá síðustu viðbrögðum. 

... segja þeir á vefsíðunni sinni.

Þegar hér var komið taldi ég nóg komið. Annaðhvort var að gefa þetta bara upp á bátinn, eða þá grípa til frekari aðgerða. Hvorn kostinn skyldi ég nú hafa valið?

Þetta fer að verða bein lýsing, en við sjáum hvað setur --- næst 😐



 



 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Eldri borgari kaupir skjávarpa (2)

Þetta er framhald þessarar færslu. Þegar hér var komið bárust ekki lengur stöðluð svör, á íslensku, frá Snjallkaupum og mig fór að gruna (ha...