SNJALLKAUP
13. ágúst
Takk fyrir pöntunina!
Við erum að gera pöntunina þína tilbúna til sendingar. Við munum láta þig vita þegar hún hefur verið sent.
Gott, svo langt sem það náði.
Næsti póstur kom svo þann 16. ágúst, og þá var ég aðeins að byrja að efast, en hann var svohljóðandi:
SnjallKaup™ mailer@shopify.com
Your 6-digit code is:
911554
This code can only be used once. It expires in 15 minutes.
© SnjallKaup™
Engelbrecht LLC, 6527 Falls Lake Drive, Charlotte NC 28270, United States
Ég fékk svar sem var svona:17. ágúst kl 00,5516. ágústSæl Ég frétti ekkert af þessum skjávarpa sem ég festi kaup á hjá ykkur. Rakning virkar ekki og nú er ég smám saman að verða fullur efasemda. Vonandi eiga þær ekki við rök að styðjast.kv pms
Hæ
Sendingin er á leiðinni og ætti hún að koma bráðlega, engar áhyggjur.
Við afsökun þessa töf og vonum við að skilningur berist á því. Starfsmenn hafa verið í sumar fríi.
Kær kveðja,
SnjallKaup
Mér var auðvitað létt og svaraði því:
17. ágúst kl 07.23Það næsta sem gerðist var þetta:
Fínt er. Þá get ég verið rólegur :)
kv pms
17. ágúst kl 08.48
SnjallKaup™
Order #2497
Sendingin þín er á leiðinni. Fylgstu með sendingunni þinni.
tracking number: RG026125626CN
20. ágúst kl 07.08
Eitthvað lítið að gerast.....
ásamt þessari mynd frá rakningarþjónustunni:
... þar sem fram kemur að þar á bæ séu engar upplýsingar um þetta rakningarnúmer.21. ágúst kl. 01.07
Hæ,
Sendingin er á leiðinni og ætti hún að koma bráðlega, engar áhyggjur.
Við afsökun þessa töf og vonum við að skilningur berist á því. Starfsmenn hafa verið í sumar fríi.
Kær kveðja,
SnjallKaup
23. ágúst kl 02.52
SnjallKaup™
Order #2497
Your shipping status has been updated
The following items have been updated with new shipping information.
DHL tracking number: LR179315267NL
23. ágúst kl 07.06
Þetta sendingarnúmer finnst ekki á rakningarsíðum.
24 ágúst, kl 00.28
Hæ,
Sendingin er á leiðinni og ætti hún að koma bráðlega, engar áhyggjur.
Við afsökun þessa töf og vonum við að skilningur berist á því. Starfsmenn hafa verið í sumar fríi.
Kær kveðja,
SnjallKaup
Þegar hér var komið, gat ég fylgst með ferðum pakkans, sem þá var sagður vera kominn til Hollands og í vinnslu þar í nokkra daga. Á endanum var hann sagður kominn til Íslands og farinn í vinnslu þar. Þar kom, að ég fékk tilkynningu frá Póstinum um að pakkinn væri tilbúinn til afhendingar á pósthúsinu í Kópavogi. Þetta kom mér á óvart í tvennu tilliti: Ég hafði ekki verið rukkaður um toll og pakkinn fór í Kópavog en ekki á Selfoss.
Þarna fór ég á spjallsíðu hjá Póstinum og þar fékk ég þessi viðbrögð:
Þarna fékk ég að vita að viðtakandi sendingarinnar væri Hugrún nokkur, sem ætti heima í Kópavogi. Með þessar upplýsingar snéri ég mér enn til Snjallkaupa:
2. sep kl 16.43Þegar hér var komið hætti ég að fá viðbrögð frá Snjallkaupum og hef ekkert heyrt frá þeim síðan. Ég var samt ekki hættur, en frá því greini ég næst.
Sæl enn
Nú er pakkinn kominn til landsins, það á að vera búið að reikna út toll og hann er sagður vera kominn á pósthúsið í Kópavogi - en ég bý nú á Selfossi. Það á að vera búið að senda mér tilkynningu um hann, en ég hef enga fengið. Það á að vera búið að reikna út aðflutningsgjöld, en ég hef ekkert fengið um það. Ég er búinn að hafa samband við Póstinn og þeir halda enn, að ég heiti Hugrún ...
Þetta er dularfullt mál.
pms
Engin ummæli:
Skrifa ummæli